Skapti Hallgrímsson

Ég er fæddur á Akureyri 1962 og hef starfað sem blaðamaður við Morgunblaðið frá því sumarið 1982. Árin á Mogganum í föstu starfi verða því 25 í sumar en tengslin við blaðið eru lengri því ég hóf að skrifa um íþróttir á Akureyri fyrir Morgunblaðið vorið 1979 ásamt Reyni vini mínum Eiríkssyni en þá vorum við að ljúka fyrsta ári í MA, 17 ára að aldri. Ég byrjaði svo sem íþróttafréttamaður á Mogganum eftir stúdentsprófið, var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Ég hætti sem fréttastjóri að eigin ósk 1998 og hef síðan fengist við ýmiss konar greinaskrif og viðtalasmíð. Fjölskyldan flutti til Akureyrar 2002, en þar erum við bæði fædd og uppalin, ég og eiginkona mín, Sigrún Sævarsdóttir. Við eigum þrjár dætur, Örnu, Ölmu og Söru.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Skapti Hallgrímsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband