Færsluflokkur: Íþróttir

West Ham

Það verður spennandi hvort hópi þeirra bissnessmanna sem Eggert Magnússon fer fyrir tekst að kaupa West Ham. Sagt er að norrænn bankamaður standi á bak við Eggert. Mér finnst ólíklegt að það sé Sveinn Pálsson í Íslenskum verðbréfum, og þó - hann heldur með West Ham...

Fyrst Eiður er farinn frá Chelsea væri allt í lagi að taka annað Lundúnalið í fóstur. Ég hætti aldrei að halda með Liverpool - en það væri OK að eiga varalið í höfuðborginni.

Ég sá leik með West Ham á Upton Park um páskana 1979 en get ekki sagt að ég tengist félaginu neinum böndum. Nema kannski vegna þess að liðið hefur alltaf spilað skemmtilegan fótbolta.


Kominn heim

Ég er kominn aftur heim og ætti að geta bloggað eitthvað á ný - ef ég nenni!

Gott að mínir menn í liði Akureyrar náðu jafntefli gegn Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi, eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir í seinni hálfleiknum. Ég er ánægður með strákana. Sævar Árna, annar þjálfaranna, segir að vísu í Mogganum að liðið hafi verið "hrikalega lélegt"  og þá kalla ég það gott að gera jafntefli við Hauka á útivelli. Ég hlakka til þegar liðið fer að spila vel!


Flottur sigur

Ég þurfti óvænt að skreppa til útlandsins og missti því af fyrsta heimaleik Akureyrar, nýja handboltaliðsins okkar í höfuðstað Norðurlands. Ég ætti kannski alltaf að vera í burtu; strákarnir unnu ÍR-inga örugglega og miðað við lýsingar sem ég hef heyrt og frásögnina á heimasíðunni okkar hefur þetta verið frábær dagur.

 

Ég leyfi mér enn og aftur að vekja athygli á heimasíðu Akureyrarliðsins: www.akureyri-hand.is þar sem fjallað er á ótrúlega glæsilegan hátt um leikinn í dag.


Flottur

Forsíða El Mundo Deportivo í dag

Eins dauði er annars brauð, Eto'o meiðist og Eiður fær sénsinn í byrjunarliðinu. Og leikur auðvitað frábærlega. Í gær er hann á forsíðu Barcelonablaðanna El Mundo Deportivo, Sport og La Vanguardia. Og í dag aftur á forsíðu El Mundo.


Fleiri myndir

Til hamingju, Kristján

Ég á marga KR-inga fyrir vini og það var auðvitað leiðinlegt fyrir þá að tapa bikarúrslitaleiknum í fótbolta fyrir Keflavík í gær. En í herbúðum Suðurnesjaliðsins á ég líka vin, þann mikla sómapilt Kristján Guðmundsson, þjálfara, og sendi honum hér með sérstakar hamingjuóskir!

Drengur! Þetta var glæsilegt!


Gott að mótið er byrjað

Það er aldrei gaman að tapa en ég er ánægður með að Akureyri hefur lokið fyrsta leiknum á Íslandsmóti karla í handbolta. Við keyrðum saman fjórir til Reykjavíkur í gærmorgun, sáum leikinn gegn Val í Laugardalshöllinni og brunuðum svo norður aftur. Valur vann 26:22 eftir að vera einu marki yfir í leikhléinu.

Mínir menn byrjuðu mjög vel, vörnin var frábær og Bubbi varði eins og berserkur í markinu framan af. En það var aðallega slakur sóknarleikur, í seinni hálfleiknum, sem varð okkur að falli að mínu mati. Sóknin á eftir að slípast betur en taka verður með í reikninginn að liðið hefur spilað mjög fáa leiki - mun færri en sunnanliðin. Við horfum bjartsýnir fram á veginn, Akureyringar.


Flottir búningar - flott lið

Flottir búningar

Við Þórsarar og KA-menn kynntum í gærkvöldi nýtt handboltalið - Akureyri - fyrir íbúum bæjarins. Dágóður hópur lagði leið sína í veitingastaðinn Vélsmiðjuna, hlýddi á þjálfara liðanna og hitti leikmenn, sá nýju búningana og síðan opnaði Kristján Þór bæjarstjóri nýja heimasíðu - sem er án nokkurs vafa besta handboltasíða landsins að mínu mati - og slóðin á hana er www.akureyri-hand.is þar sem fjallað verður af miklum eldmóði um Akureyri - handbolta, eins og ég kalla liðið, og raunar ýmislegt annað í handboltaheiminum.

Rétt er að vekja sérstaka athygli á heimasíðunni og hvetja Akureyringa og aðra góða menn að auglýsa hana sem víðast, því umfjöllunin þar er til mikillar fyrirmyndar. Gústi og Stebbi, sem hafa séð um heimasíðu handboltadeildar KA síðustu ár, eru við stjórnvölinn hjá okkur og bjóða t.d. upp á beinar lýsingar frá öllum leikjum meistaraflokks karla og birta ótrúlega glæsilega tölfræði að loknum hverjum einasta leik. Sjón er sögu ríkari! Fylgist með.

Mér finnst búningarnar flottir, enda var ég einn þeirra sem valdi þá!


Tek undir með Henry

Í næstu viku verða 10 ár síðan Arsene Wenger tók við þjálfun enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Mér er til efs að nokkur maður í heiminum hafi breytt leikstíl knattspyrnuliðs jafn mikið og hann; tók við arfleifð George Graham, "boring, boring" liðinu sem hann setti saman en tveir stýrðu því reyndar í millitíðinni og báðir stutt, Stewart Houston og Bruce Rioch.

Ég held ekki með Arsenal eins og áður hefur komið fram hér á þessari síðu - Liverpool er mitt lið, og hefur verið síðan 1973! - en ekki er annað hægt en dást að Arsenal um þessar mundir. Lið Wengers leika skemmtilega knattspyrnu, um það er a.m.k. varla hægt að deila.

Ég get ekki annað en birt kafla úr spjalli við Thierry Henry, fyrirliða Arsenal, sem er að finna á ýmsum enskum vefsíðum nú í kvöld. Og tek undir hvert orð sem framherjinn frábæri segir um landa sinn.

"Thierry Henry claims beautiful football is the main legacy of Arsene Wenger's decade at the club.

Henry admits Wenger, who celebrates his 10th anniversary next week, has brought numerous qualities to the English game.

But he believes the transformation of 'boring, boring Arsenal' into a team who now command worldwide respect for their dashing style must be the French manager's greatest achievement.

Henry, 29, said: 'The way he sees the game and the way he wants his players to play. He is unique.

'It's like when you used to see Ajax, they had this tradition of passing the ball and that's what Arsene has brought here.

'We did win some ugly games like the FA Cup final against Manchester United - if that was a boxing match they would have stopped the game.

'But I still think that now we have an identity and people now recognise Arsenal by the way we play.

'Everybody has their own way. I don't know if `boring, boring Arsenal' was fair. They won some stuff too, even playing like that.

'But now we are winning stuff, playing like this. Arsene has changed the view people have of the club.

'When I walk in London or even abroad, people come up and say: `I'm not an Arsenal fan but I love to see you play'.

'That's because of Arsene and what's amazing with him, is that even when we didn't start the season well, he just said we have to stick to our game.'

Wenger, 56, is the most successful manager in Arsenal's history, winning seven major trophies with the club, including three league titles.

He took the club to the Champions League final last season but his greatest achievement on the pitch was to complete an entire league season unbeaten in 2003/04.

Henry said: 'He said we were going to go a season unbeaten but he said it a year too soon. Everybody laughed. I remember that so well.

'When we lost that first game everyone said: `Oh yeah?' but the year after we did it.

'He always says this kind of stuff and sometimes he's the only one who thinks like that and says it.

'Besides being a great person tactically and seeing good players he is a great human being.'

The Arsenal captain detects no signs that his manager is ready to retire from the game.

Henry said: 'I don't know if he can live without football. Thankfully for us that's just him. This is his life. When you go through all your active life, every morning training, every Saturday and Wednesday a game, you don't want to stop.'

Wenger gave Henry his first start in senior football when he was a teenager coming through the ranks at Monaco.

Then, in 1999, the Arsenal boss paid £11million to rescue him from Juventus where he was struggling to make an impact.

Wenger converted Henry from a winger into a striker and he went on to score more goals for the club than anyone else.

Henry feels personal gratitude for Wenger's influence on his own career and now, as Arsenal captain, he is considering how to mark the anniversary in the dressing room.

The French striker said: 'We need to do something special for him, like throw him under the shower after the game.

'Knowing Arsene he'll just say if we can win it'll make him happy.'

Henry is fit to return for Saturday's game at home to Sheffield United after missing two matches with a foot injury.


Nefni ekki sigurinn í kvöld

Sumir vinir mínir hafa álasað mér fyrir það að blogga strax um sigurleiki Liverpool en gleyma því svo ef liðið tapar. Til þess að sýna fram á að þetta er algjört rugl í þeim mun ég ekki nefna það hér á síðunni að Liverpool vann Newcastle 2:0 í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Hvað þá að Kyut gerði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool og að Alonso skoraði frá eigin vallarhelmingi.

Enda var ég í sundi með dóttur minni og vinkonum hennar og sá ekki leikinn, ekki nema síðustu tíu mínúturnar og svo þegar mörkin voru endursýnd.


Stórglæsilegt mark

"Enn ekkert komið um leik Chelsea og Liverpool, þolinmæðin á þrotum." Þannig hljóðar skeyti frá félaga mínum rétt í þessu. Nú hef ég svarað kallinu. Eða er þetta ekki nóg umfjöllun um leikinn? Að nefna hann með þessum hætti?

Málefnaleg umfjöllun er þessi: Liverpool átti alls ekki skilið að tapa leiknum, líklega hefði verið sanngjarnara að mínir menn ynnu en eina mark leiksins var stórkostlegt. Didier Drogba sýndi snilldartakta þegar hann skoraði. Og í lokin eru það mörkin sem eru talin.

Jæja, Hannes, ertu nú ánægður?

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband