Færsluflokkur: Matur og drykkur

Sumarfrí II - Jordgubbar

Dætur mínar lærðu eitt orð í sænsku mjög fljótlega eftir að við komum til þess fallega lands í sumar. Það var jordgubbar - ("júrgubbar") - sem okkar góðu frændur nota yfir jarðarber. Þeim fannst þetta líka dálítið fyndið, en berin góð.

Sumarfrí I - Stjerneskud

Stjerneskud

Ingeborg gamla á veitingastaðnum Hos Ingeborg í sjávarútvegsbænum Esbjerg í Danmörku kann að servera Stjerneskud, rauðsprettu á ristuðu brauði, með rækjum, sperglum og öllu tilheyrandi. Við þau eldri í hópnum bröggðuðum á þessu lostæti en yngri kynslóðin fékkst ekki til þess, ef ég man rétt, heldur fékk íslenskt sjoppufæði - franskar kartöflur og þess háttar. En allur hópurinn fékk frítt að reykja, því á þessum annars skemmtilega veitingastað hefur það enn ekki verið bannað. Eða var að minnsta kosti ekki fyrr í sumar.

Dyggum lesendum síðunnar til upplýsingar læt ég svo fylgja með uppskrift að stjörnuhrapinu góða, sem ég fann á heimasíðu dönsku hjartaverndarinnar. Og fyrst þetta birtist þar geri ég ráð fyrir að heldur sé rétturinn talinn hollur frekar en hitt.

Ingredienser:

8 rødspættefileter, 1 æg til panering, 1 dl. Rasp, 1/2 liter rapsolie.

Dressing:
1 dl fromage frais, 2 spsk. Letmayonnaise, 1-2 spsk tomatketchup, salt, peber.

4 tykke store skiver lyst brød (ca. 70 g pr. stykke, brug evt. 2 stykker pr. person), 12 salatblade, 1 stort glas asparges (200 g drænet), 1/2 citron i skiver, 1/2 agurk i skiver, 2 tomater i både, 1 lille dåse sort kaviar (stenbiderrogn, 60 g), 1 hårdkogt æg, 1 bakke karse,100 gram rejer.

Fremgangsmåde:
Vend de 4 af fiskefileterne i æg og rasp og steg dem gyldne i en gryde med meget varm olie. Damp de resterende 4 fiskefilet kort i en gryde med lidt vand tilsat lidt salt.

Dressing: Rør alle ingredienserne sammen og smag til med salt og peber.

Rist brødet på brødristeren. Læg 3 salatblade på hver skive brød. Herpå 1 stegt og 1 dampede fisk. Kom 2 spsk. dressing over. Læg herpå 1/4 af aspargesene, 1 skive citron som ”citronspringer”,1/4 af agurkeskiverne som springere, 1/2 tomat i både, 1 spsk. kaviar, 1/4 hårdkogt æg og karse.
Drys til sidst med rejer.

Energi pr. person: 1900 kJ (460 kcal), Protein 26%, Kulhydrat 44%, Fedt 30% (16 gram pr. person).

Hvis du vil tabe dig, er din portion: 1/4 af opskriften.


Fleiri myndir

Skyrdagur

Ég átti einu sinni vin sem var ekkert allt of flinkur í stafsetningu. En hann var trúaður, og fékk sér þess vegna alltaf skyr fimmtudaginn fyrir páska; á skírdag, skyrdag, eins og hann hélt . . .

Það var tilviljun en við borðuðum reyndar skyrtertu í eftirrétt í kvöld. Hún var góð, enda heimalöguð.


Ský yfir 603?

Ég nenni ekki út að gá en liggi hvítlauksský yfir 603 er það mér að kenna.

Ástæðan: metsölubókin Brauðréttir Hagkaupa, bls. 142

Kvartanir sendist Hæstarétti, þakkir sendist mér.


Lostæti

Brauðréttir Hagkaupa, bls. 142

Æææææðisleg lykt

Sítrónukjúklingauppáhaldsrétturinn okkar mallar þessa stundina á wokpönnunni. Ilmurinn í eldhúsinu er svo lokkandi, eins og segir í kvæðinu.

Langar einhvern í uppskriftina? Sorrí, leyndó!

Grjónin eru að verða til. Spurning um að opna eina ískalda Chablis...


Hvítlauksristaðar gellur

Þær eru alltaf fínar, hvítlauksristuðu gellurnar á Bautanum. Ég hefði reyndar ekkert á móti því að hvítlaukurinn réði enn frekar ríkjum á diskinum, en það er kannski ekki að marka.

Eiginkonan og elsta dóttirin eru að vinna í kvöld - báðar í veisluþjónustu Bautans á árshátíð Samherja í íþróttahöllinni - þannig að við þrjár (!) sem erum heima skelltum okkur á Bautann. Pítsa Margarita var fín og Bolognaise blaðpasta líka, en Ölmu fannst það reyndar dálítið sterkt. Mig grunar þó það hafi verið nákvæmlega eins og búast má við.


Everton er ágætt

Nei, ég hef ekki fengið höfuðhögg. Enda er Liverpool aðdáandinn ég að meina rauðvínið Everton sem ég held að sé frá Suður-Afríku. Það var reyndar Everton stuðningsmaðurinn Tryggvi Gunnarsson sem fyrstur gaf mér að smakka það, en það er önnur saga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband