Rumsk

Ég var eiginlega alveg ákveðinn í því að hætta að blogga. Hreinlega nenni því ekki og þeir eru líka svo margir orðnir, bloggararnir, að það getur ekki verið að til sé fólk sem nennir að lesa þetta allt saman. En þegar ég villtist inn á bloggið mitt í dag biðu þar tveir staðfestingar á því hvort þeir mættu verða bloggvinir mínir og ég sagði auðvitað já því það er alltaf gaman að eignast vini. Þó þessi tvö þekki ég ágætlega eru þeir samt nýir vinir mínir, nýir bloggvinir.

Annars er það af mér að frétta að ég sat nánast stjarfur við tölvuna alla helgina og bloggaði! Ha?! Jú, hárrétt. Hér á Akureyri héldum við Þórsarar Goðamót í fótbolta fyrir 4. og 5. flokk stelpna í Boganum og ég var á hlaupum með myndavélina frá því klukkan fjögur á föstudaginn og þangað til seinni partinn í gær. Ef einhver vill kíkja á síðuna er slóðin www.godamot.blog.is en þar eru alls konar litlar fréttir af mótinu og úrslit og rúmlega 600 ljósmyndir sem ég tók úr leikjum og af liðum og áhorfendum og starfsmönnum og fólki að borða pylsur í mótslok!

Á síðunni birti ég meira að segja kveðskap; hagyrðingurinn kunni Björn Ingólfssson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík, fylgdist með Magnastúlkunum á mótinu og ég skipaði hann umsvifalaust hagyrðing Goðamótsins. Þessi vísa varð til eftir að hann sá hvað stelpurnar voru flinkar í fótbolta.

Telpur hafa takkaskóna

tekið fram og þykir gaman.

Best er fyrir Barcelona

að byrja nú að pakka saman.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Það er ennþá lífsmark :-)

Rúnar Haukur Ingimarsson, 26.2.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Endilega haltu áfram, finnast varla skemmtilegri penni.

Rúnar Birgir Gíslason, 26.2.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband