Færsluflokkur: Margskonar menning

Sumar

Þegar komið er á bak skáldafáknum er freistandi að spretta úr spori í stað þess að fara strax aftur af baki. Þess vegna varð þetta ljóð til, með dyggri aðstoð Veðurstofu Íslands.

SUMAR

Hægviðri og slydduél á mánudag,

hvöss norðanátt á þriðjudag,

með slyddu norðan- og austanlands.

Svalt í veðri.


Víðir og sumarkoman

Ég hef ekki gert mikið af því að setja saman ljóð. En í tilefni sumardagsins fyrsta tel ég mér skylt að birta þetta nýja, frumsamda kvæði, sem tileinkað er íslenska sumrinu og Víði Sigurðssyni blaðamanni og vini mínum.

(Sigurður Sverrisson skrifaði bókina Íslensk knattspyrna '81, þeir Víðir saman bókina Íslensk knattspyrna '82 en síðan tók Víðir alfarið við. Ég vona Siggi fyrirgefi mér það, þótt hann hafi tekið fyrstu skrefin, að þetta merkilega ljóð - sem væntanlega verður komið í kennslubækur strax í næstu prentun - beri nafn Víðis en ekki hans)

Kvæðið heitir sem sagt Víðir og sumarkoman, og fer hér á eftir.

- - - - - - - - -

Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag.

Íslensk knattspyrna '81

Íslensk knattspyrna '82

Íslensk knattspyrna '83

Íslensk knattspyrna '84

Íslensk knattspyrna '85

Íslensk knattspyrna '86

Íslensk knattspyrna '87

Íslensk knattspyrna '88

Íslensk knattspyrna '89

Íslensk knattspyrna '90

Íslensk knattspyrna '91

Íslensk knattspyrna '92

Íslensk knattspyrna '93

Íslensk knattspyrna '94

Íslensk knattspyrna '95

Íslensk knattspyrna '96

Íslensk knattspyrna '97

Íslensk knattspyrna '98

Íslensk knattspyrna '99

Íslensk knattspyrna 2000

Íslensk knattspyrna 2001

Íslensk knattspyrna 2002

Íslensk knattspyrna 2003

Íslensk knattspyrna 2004

Íslensk knattspyrna 2005


Sylvia Plath

Einu sinni var kona sem hét Sylvia Plath. Hún ákvað sjálf dagsetningu eigin brottfarar af þessu tilverusviði. En helvíti góður rithöfundur var hún samt, kannski þess vegna. Glerhjálmurinn er góð bók. Í þýðingu vinkonu minnar Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur hefst bókin svona:

"ÞETTA VAR UNDARLEGT og þjakandi sumar, sumarið sem þeir tóku Rosenberg-hjónin af lífi með raflosti, og ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að gera í New York. Ég veit ekkert um aftökur."

Ef svo ólíklega vill til að einhverjir vina minna - þeirra sem hafa gaman af bóklestri yfirleitt - hafi ekki lesið Glerhjálminn, ráðlegg ég þeim að drífa í því.


Jónas og hinir

Ég gleymi því aldrei þegar meistari Tryggvi, sem kenndi okkur "Íslenskar bókmenntir" eins og ég held að það hafi heitið í MA, greindi íslensk ljóðskáld í tvo "hópa": Annars vegar er Jónas Hallgrímsson og hins vegar allir hinir!

- - - - - -

Skein yfir landi sól á sumarvegi

og silfurbláan Eyjafjallatind

gullrauðum loga glæsti seint á degi.

. . . . . 

Þar sem að áður akrar huldu völl

ólgandi Þverá veltur yfir sanda;

sólroðin líta enn hin öldnu fjöll

árstrauminn harða fögrum dali granda;

flúinn er dvergur, dáin hamratröll,

dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;

en lágum hlífir hulinn verndarkraftur

hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.

- - - - - -

Þurfti að yrkja meira?


Beckett

Hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingu Samuels Beckett. Furðulegur náungi, Írinn sá. Eða snillingur, oft stutt þar á milli. Jú, líklega snillingur því hann gat gert grín að öllum hinum með illskiljanlegum leikritum. Og fékk Nóbel fyrir.

Útlendingar í Eyjafirði

Foreigners in the Fjord

Var að koma af opnun sýningarinnar Útlendingar í Eyjafirði í Ketilhúsinu. Mæli með henni; skemmtileg sýning sem varpar ljósi á það alþjóðlega andrúmsloft sem svífur yfir vötnum í Eyjafirði um þessar mundir. Ég efast um að fólk hafi gert sér grein fyrir því hve margir útlendingar búa í firðinum, fólk sem er að fást við mjög margvísleg störf.

Glæsileg sýning hjá nemum á öðru ári í fjölmiðlafræði við Háskólann hér á Akureyri og Markúsi kennara þeirra.

Undirtitill sýningarinnar, Við vildum vinnuafl en fengum fólk er líka alveg stórmerkilegur og segir meira en mörg orð.


Pabbi og Þráinn

Hátíðarsýningin

Pabbi og mamma fóru með mér á hátíðarsýninguna á Litlu hryllingsbúðinni á þriðjudagskvöldið, í tilefni 50 ára leikafmælis Þráins Karlssonar. Þeir pabbi unnu lengi saman hjá afa Skapta í Slippnum í gamla daga.


50 ára leikafmæli Þráins

Þráinn Karlsson

Þráinn Karlsson á 50 ára leikafmæli í dag og af því tilefni verður sérstök hátíðarsýning í gamla Samkomuhúsinu á Litlu hryllingsbúðinni, sem LA frumsýndi á laugardaginn en Þráinn fer með eitt hlutverkanna.

Meðfylgjandi mynd tók ég baksviðs skömmu fyrir frumsýninguna þegar verið var að sjæna Þráin aðeins. Guðjón Davíð Karlsson, Gói biskupssonur, er í næsta stól. Ef vel er að gáð má sjá Ölmu dóttur mína lengst til vinstri! Henni fannst gaman að koma með og sjá leikhúsið þarna megin frá.


Hryllingur við Hafnarstræti

Litla hryllingsbúðin
Leikfélag Akureyrar frumsýndi Litlu hryllingsbúðina í gærkvöldi. Ég hafði ekki tíma til að sjá sýninguna en kíkti við í hléinu til þess að taka myndir af leikhúsgestum. Ekki var annað að heyra á fólki að það væri mjög sátt við verkið. Kannski er þetta enn ein sýningin hjá Magnúsi og hans fólki sem slær í gegn. Meðfylgjandi mynd, sem birtist í Mogganum í morgun, tók ég í sminkherberginu fyrir frumsýningu. Sitjandi frá vinstri: Ardís Ólöf Víkingsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Álfrún Örnólfsdóttir og standandi fyrir aftan er Esther Talía Casey.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband