Gott eða slæmt?

Félagi minn í Danmörku sendi mér eftirfarandi athugasemd, vegna viðskiptafréttarinnar sem ég skrifaði í gærkvöldi um bjór og miðaverð á ensku bikarúrslitaleikinn.

Hann segir:

"Skondið fyrir okkur Danina að þú berir verð miðans við verð bjórs, því þú ert væntanlega að bera saman við íslenskt verð. 95000 ísl kr myndu duga fyrir allavega 95 kössum af bjór hér í Danmörku. Reyndar ekki kassar með 1/2 líters dósum enda drekka Danir ekki slíkt, finnst það fáránlegt að gera það enda er bjórinn flatur þegar maður er hálfnaður með dósina."


Það er mikið rétt hjá Rúnari Birgi að ég ber saman verð bjórs á Íslandi við verð miðans, jafnvel þótt bloggsíðan mín sé alþjóðlegur fjölmiðill !

Ég held bara að það sé of hættulegt að miða við verð bjórs í Danmörku. Vísitalan gæti farið á skrið hér uppi á nýlendunni gömlu.

Það er svo spurning hvort það er gott eða slæmt hve marga bjóra Danir geta keypt fyrir andvirði miðans. En ég skil ekki alveg þetta með að bjórinn verði flatur - þeir drekka þá bara ekki nógu hratt !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband