Þarfasti þjónninn

Þessa frétt af Fréttavef Morgunblaðsins þarf ekki að segja mér tvisvar: 

"Í skýrslu sem verkfræðistofan Hönnun vann fyrir Reykjavíkurborg kemur skýrt í ljós að gríðarleg bifreiðaeign einkennir höfuðborgarsvæðið í samanburði við aðrar borgir í Evrópu. Ekki er búist við að þetta breytist heldur er því spáð að bílaumferðin aukist um þriðjung á næstu 20 árum. Á hádegisfundi Samgönguviku um borgarbrag og samgöngur sagðist Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur ekki telja ólíklegt að bílaeign og notkun bíla sé komin út í öfgar á höfuðborgarsvæðinu."

Ég bjó á borgarhorninu í 20 ár, flutti burt fyrir rúmum fjórum en bregður satt að segja í brún í hvert skipti sem ég kem orðið í borgina. Umferðin er orðin svo hrikaleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband