Il Postino

Yndisleg bíómynd, Il Postino með Philippe Noiret og Massimo Troisi. Sá hana fyrir mörgum árum og keypti svo á útsölu í Hagkaupum á dögunum.

Troisi leikur feiminn bréfbera á afskekktri ítalskri eyju en Noiret fer með hlutverk Pablo Neruda, Nóbelsskáldsins frá Chile. Og hann fær mörg bréf!

Segja má að Troisi hafi sagt sitt síðasta orð í myndinni eða því sem næst. Hann hafði verið eitthvað slappur karlinn meðan myndin var tekin upp, afþakkaði auka hvíldardaga því hann vildi klára verkefnið - og dó svo daginn eftir að tökum lauk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Tek undir með þér með myndina. Sá hana fyrir mörgum árum og hún er mér enn í fersku minni.

Annars langar mig að vita hvort þú hefur fengið hund eða átt von á hundi. Ég rækta þessa tegund hunda og á fimm svona. Þeir eru hreint út yndislegir. Þú getur litið inn á síðuna mína en auk þess er ég með síðu sérstaklega fyrir hundana. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um tegundina. Slóðin er www.sifjar.is

Forvitna blaðakonan, 20.10.2006 kl. 23:34

2 identicon

Við erum enn ekki komin með hund og höfum satt að segja ekki látið verða af því að panta slíkan. En mig langar samt enn rosalega í einn, og sömu sögu er að segja af fleirum á heimilinu. Það er líklegla svona erfitt að stíga skrefið til fulls! Ég ætla að skoða sínuna þína og skynja hvort löngunin í hönd eykst ekki enn einu sinni - kannski það endi með því að ég, forvitni blaðamaðurinn, kaupi hund af forvitni blaðakonunni!

Skapti Hallgrímsson (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 11:01

3 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Það skildi þó aldrei verða svo! Ekki nema bara gaman.Gná mín, þessi sem frontar allt hjá mér er einmitt að lóða núna og ég ætla að para hana eftir um það bil átta daga. Það þýða hvolpar í kringum jólin ef allt gengur eftir. Tilbúnir að fara að heiman í mars.

Litla rauða tíkin mín verður ekki pöruð fyrr en eftir tvö ár, þ.e ef hún reynist góð til undaneldis. Mér skilst að þið séuð hrifnari af rauðu en það er mjög erfitt að fá þann lit þar sem þeir rauðu eru fágætari.

Ef þið viljið að ég bendi ykkur á góða ræktendur, getið þið sent mér póst á mef@centrum.is (ómögulegt að tala svona saman)

Forvitna blaðakonan, 22.10.2006 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband