Zonta lummur og önnur menning

Vatn í munninn

Góður dagur er að kveldi kominn.

Húsbóndinn (lesist: eiginkonan) var að vinna sem þjónn í fermingarveislu eftir hádegið og Arna heima að skrifa ritgerð svo ég, Alma og Sara fórum í menningarreisu. Með í för var Birna, vinkona Ölmu.

Byrjuðum í Nonnahúsi og Minjasafninu. Þær fengu að fara einn hring á hestbaki við Minjasafnið og eftir að hafa kíkt aðeins á safnið eyddum við stund í Nonnahúsi, þar sem þeim var boðið að föndra sumarkort. Þar átti að lesa upp úr Nonnabók en við urðum því miður að yfirgefa staðinn áður, vegna starfa ökumannsins.

Litum við í húsi Zonta kvenna austan Nonnahúss áður en við stigum upp í bílinn aftur og undirritaður fékk forskot á lummusælu sem var um það bil að hefjast. Zonta konur stóðu í eldhúsinu og göldruðu lummur af miklum góð og viðstaddir áttu að njóta, ásamt kakói og öðrum eðaldrykkjum.

Leiðin lá svo í Ketilhúsið þar sem fram fór Vorkoma menningarmálanefndar og þar varð ég að beita myndavélinni all nokkuð starfsins vegna.  Ýmsir fengu viðurkenningar og m.a. var tilkynnt um það hverjir fá starfslaun listamanna á þessu ári.

Hér á norðurhjara hefur verið flott veður. Bjart, sól og þokkalega hlýtt.

Meðalhitinn í Hamratúninu hjá pabba og mömmu í morgun voru 11 gráður. 17 stig austan við hús og 5 stig vestan við...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband