Skemmtilegur heimaleikur - en þó tap

Við Þórsarar lékum í dag fyrsta alvöru heimaleikinn á Íslandsmóti meistaraflokks í handbolta. Valsmenn komu í heimsókn í íþróttahús Síðuskóla og þeir unnu 32:30 en þrátt fyrir það var leikurinn dálítið skemmtilegur. Þó ekki væri nema fyrir það við spiluðum norðan við á, þ.e.a.s. Glerá, á alvöru heimavelli, og nærri var uppselt - örugglega í fyrsta skipti í sögu Þórs síðan Skemman var og hét fyrir um það bil 30 árum.

Addi Mall, Arnór Þór Gunnarsson, var markahæstur hjá Þór í dag eins og svo oft áður í vetur. Addi gerði 9 mörk, Atli Ingólfsson gerði 6 mörk af línunni, Gummi Trausta 5, Heiddi Aðalsteins og Aigars Lazdins 3 hvor, Sigurður B. Sigurðsson 2, og þeir Sindri Viðarsson og Oddur Grétarsson 1 hvor. Þetta var fyrsta mark Odds í meistaraflokki - hann hefur verið í hópnum í þremur síðustu leikjum en skoraði nú í fyrsta sinn; glæsilegt mark úr vinstra horninu.

Ótrúlegt en satt að ég, ungur maðurinn, skuli hafa verið með móður Odds í barnaskóla! Ekki eldri en ég er, held reyndar upp á 44 ára afmælið í dag en finnst ég vera 20. Í mesta lagi 25.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband