22.4.2006 | 21:39
Myndir úr fyrsta heimaleiknum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 19:23
Skemmtilegur heimaleikur - en þó tap
Við Þórsarar lékum í dag fyrsta alvöru heimaleikinn á Íslandsmóti meistaraflokks í handbolta. Valsmenn komu í heimsókn í íþróttahús Síðuskóla og þeir unnu 32:30 en þrátt fyrir það var leikurinn dálítið skemmtilegur. Þó ekki væri nema fyrir það við spiluðum norðan við á, þ.e.a.s. Glerá, á alvöru heimavelli, og nærri var uppselt - örugglega í fyrsta skipti í sögu Þórs síðan Skemman var og hét fyrir um það bil 30 árum.
Addi Mall, Arnór Þór Gunnarsson, var markahæstur hjá Þór í dag eins og svo oft áður í vetur. Addi gerði 9 mörk, Atli Ingólfsson gerði 6 mörk af línunni, Gummi Trausta 5, Heiddi Aðalsteins og Aigars Lazdins 3 hvor, Sigurður B. Sigurðsson 2, og þeir Sindri Viðarsson og Oddur Grétarsson 1 hvor. Þetta var fyrsta mark Odds í meistaraflokki - hann hefur verið í hópnum í þremur síðustu leikjum en skoraði nú í fyrsta sinn; glæsilegt mark úr vinstra horninu.
Ótrúlegt en satt að ég, ungur maðurinn, skuli hafa verið með móður Odds í barnaskóla! Ekki eldri en ég er, held reyndar upp á 44 ára afmælið í dag en finnst ég vera 20. Í mesta lagi 25.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 19:10
KEN - Kvikmyndaklúbbur Eyfirðinga og nærsveitamanna ?
Ég fékk þennan póst í dag frá kunningja mínum - og vona að draumur hans rætist:
"Eins og flestum ykkar er kunnugt þá hefur verið rætt um stofnun kvikmyndaklúbbs á Akureyri á liðnum misserum og segja má að gerð hafi verið tilraun í þá átt með svo kölluðum kvikmyndatorgum, sýningum tengdum kennslu í nútímafræði (ofl. greinum). Einnig hefur þýsk-akureyska vinafélagið boðað til sýninga á nýjum og athyglisverðum myndum frá Þýskalandi. Nú virðist vera að rætast úr fyrir þeim okkar sem hafa áhuga á öðru en því sem er sýnt í kvikmyndahúsum staðarins. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær (20. apríl, sumardaginn fyrsta) þá ætlar Örn Ingi Gíslason að vígja 80 manna kvikmyndasal að Óseyri 6 með sýningu myndarinnar Flóttinn (135 mín, leikin) 6. maí kl. 17.00. Fyrir sýninguna verður málþing um stöðu kvikmynda á Íslandi (nánar seinna). Við Örn vorum sammála um að gaman væri ef hægt væri að tilkynna stofnun kvikmyndaklúbbs við þetta tækifæri."
Ég var svo skrýtinn á unglingsárum að fara á sérstakar sýningar á myndunum Jónatan Livingston mávur og Dagur í lifi Ivans Denisovítsj, sú seinni eftir sögu Solsjenítsíjns. Held það hafi verið KVIKMA, Félag kvikmyndaáhugamanna í MA, sem stóð fyrir sýningunum.
Þetta voru skemmtilegir tímir, og koma vonandi aftur nú.
Bloggar | Breytt 23.4.2006 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 18:30
Jess ! ! !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 12:45
Síðasti heimaleikurinn og fyrsti HEIMALEIKURINN
Handboltalið Þórs tekur á móti Val í dag í DHL-deildinni í handbolta í íþróttahúsi Síðuskóla. Já, íþróttahúsi Síðuskóla. Flautað verður til leiks kl. 16.15 og eins gott að mæta tímanlega því leyfilegur fjöldi áhorfenda í salnum er mjög takmarkaður, eins og margfrægt er orðið. Þetta er síðasti heimaleikur Þórs í vetur en jafnframt fyrsti alvöru heimaleikur liðsins. Spilað verður í miðju Þórshverfinu í fyrsta skipti og því stutt að fara fyrir hina dyggu stuðningsmenn liðsins.
Ástæða þess að leikið er í Síðuskólanum í dag er sú að Íþróttahöllin við Skólastíg er upptekin. Þar fer fram lokahátíð Andrésar andar leikanna á skíðum og þess vegna var gripið til þess ráðs að velja húsið með besta gólfinu í bænum!
Þetta verður síðasti heimaleikur Axels Stefánssonar þjálfara með liðið. Hann hættir störfum í vor og heldur til Noregs í framhaldsnám, auk þess að þjálfa lið Elverum þar í landi. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að koma og kveðja Axel með tilþrifum.
Ég á ekki von á því að nokkur annar viðburður skyggi á leik okkar gegn Val í dag. Leikur Liverpool og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta fer reyndar fram á sama tíma, en ótrúlegt þykir mér að nokkur taki hann fram yfir.
Í tilefni dagsins birti ég hér að gamni mínu nokkrar myndir sem ég hef tekið í leikjum Þórsliðsins í vetur. Til þess að sjá þær verður að ýta á fyrirsögn greinarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2006 | 11:51
"Ég er ekki vanur að fara svona hægt"
Stjarna dagsins í gær var Karen Sigurbjörnsdóttir frá Akureyri, sem sigraði í stórsvigi í 12 ára flokki en daginn áður fagnaði hún sigri í svigi. Líkast til má segja að Karen sé að miklu leyti alin upp í Hlíðarfjalli, en móðurafi hennar, Ívar Sigmundsson, var lengi staðarhaldari á Skíðastöðum. Ívar er einn ólympíufara Íslands, keppti á leikunum 1968.
- - - - -
Þessi greinarstúfur birtist í Morgunblaðinu í dag og myndin með. Hún er reyndar fallegri svona, þegar skíðahótelið og Akureyrarbær eru ekki skorin af, eins og gert var í blaðinu.
Fleiri myndir - m.a. af Karen Sigurbjörnsdóttur á fullri ferð í stórsvigsbrautinni er að finna hér með. Þær sjást með því að smella á fyrirsögn greinarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2006 | 00:23
Alveg himneskt
Campari í sóda - alveg himneskt, sagði stundum uppáhaldsfrænka mín sem bjó lengi í vesturbænum í Reykjavík. Held ég hafi varla bragðað drykkinn síðan ég var í menntaskóla.
En þetta var alveg laukrétt hjá frænku, þessi fallegi rauði drykkur - sem sumir kölluðu eyrnamerg, var afbragðsgóður og er eflaust enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2006 | 20:44
Örfáir miðar eftir
Sala er ekki hafin en samt eru aðeins örfáir miðar eftir á síðasta heimaleik Þórs í DHL-deildinni í handbolta í vetur. Ekki hefur verið uppselt á heimaleik hjá Þór síðan í Skemmunni fyrir rúmum 30 árum þegar liðið lék fyrst í 1. deild, en nú er ljóst að leikurinn verður endurtekinn.
Höllin er upptekin vegna lokahófs Andrésar andar leikanna svo leikur Þórs og Vals verður í íþróttahúsi Síðuskóla. Geimið hefst klukkan fjögur.
Rétt er að taka fram þetta verður standandi partý. Stólar komast ekki inn í salinn.
Síðuskóli, beeesta - gólfið!
Bloggar | Breytt 21.4.2006 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2006 | 20:28
Zonta lummur og önnur menning
Góður dagur er að kveldi kominn.
Húsbóndinn (lesist: eiginkonan) var að vinna sem þjónn í fermingarveislu eftir hádegið og Arna heima að skrifa ritgerð svo ég, Alma og Sara fórum í menningarreisu. Með í för var Birna, vinkona Ölmu.
Byrjuðum í Nonnahúsi og Minjasafninu. Þær fengu að fara einn hring á hestbaki við Minjasafnið og eftir að hafa kíkt aðeins á safnið eyddum við stund í Nonnahúsi, þar sem þeim var boðið að föndra sumarkort. Þar átti að lesa upp úr Nonnabók en við urðum því miður að yfirgefa staðinn áður, vegna starfa ökumannsins.
Litum við í húsi Zonta kvenna austan Nonnahúss áður en við stigum upp í bílinn aftur og undirritaður fékk forskot á lummusælu sem var um það bil að hefjast. Zonta konur stóðu í eldhúsinu og göldruðu lummur af miklum góð og viðstaddir áttu að njóta, ásamt kakói og öðrum eðaldrykkjum.
Leiðin lá svo í Ketilhúsið þar sem fram fór Vorkoma menningarmálanefndar og þar varð ég að beita myndavélinni all nokkuð starfsins vegna. Ýmsir fengu viðurkenningar og m.a. var tilkynnt um það hverjir fá starfslaun listamanna á þessu ári.
Hér á norðurhjara hefur verið flott veður. Bjart, sól og þokkalega hlýtt.
Meðalhitinn í Hamratúninu hjá pabba og mömmu í morgun voru 11 gráður. 17 stig austan við hús og 5 stig vestan við...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 14:16
Orða vant
(upphaf)
.
.
.
.
(endir)
Bloggar | Breytt 24.4.2006 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)