Forboðnir ávextir

Fortíðardraumar.

Framtíðarþrá.

Er þetta það sem ekki má?


Sumar

Þegar komið er á bak skáldafáknum er freistandi að spretta úr spori í stað þess að fara strax aftur af baki. Þess vegna varð þetta ljóð til, með dyggri aðstoð Veðurstofu Íslands.

SUMAR

Hægviðri og slydduél á mánudag,

hvöss norðanátt á þriðjudag,

með slyddu norðan- og austanlands.

Svalt í veðri.


Víðir og sumarkoman

Ég hef ekki gert mikið af því að setja saman ljóð. En í tilefni sumardagsins fyrsta tel ég mér skylt að birta þetta nýja, frumsamda kvæði, sem tileinkað er íslenska sumrinu og Víði Sigurðssyni blaðamanni og vini mínum.

(Sigurður Sverrisson skrifaði bókina Íslensk knattspyrna '81, þeir Víðir saman bókina Íslensk knattspyrna '82 en síðan tók Víðir alfarið við. Ég vona Siggi fyrirgefi mér það, þótt hann hafi tekið fyrstu skrefin, að þetta merkilega ljóð - sem væntanlega verður komið í kennslubækur strax í næstu prentun - beri nafn Víðis en ekki hans)

Kvæðið heitir sem sagt Víðir og sumarkoman, og fer hér á eftir.

- - - - - - - - -

Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag.

Íslensk knattspyrna '81

Íslensk knattspyrna '82

Íslensk knattspyrna '83

Íslensk knattspyrna '84

Íslensk knattspyrna '85

Íslensk knattspyrna '86

Íslensk knattspyrna '87

Íslensk knattspyrna '88

Íslensk knattspyrna '89

Íslensk knattspyrna '90

Íslensk knattspyrna '91

Íslensk knattspyrna '92

Íslensk knattspyrna '93

Íslensk knattspyrna '94

Íslensk knattspyrna '95

Íslensk knattspyrna '96

Íslensk knattspyrna '97

Íslensk knattspyrna '98

Íslensk knattspyrna '99

Íslensk knattspyrna 2000

Íslensk knattspyrna 2001

Íslensk knattspyrna 2002

Íslensk knattspyrna 2003

Íslensk knattspyrna 2004

Íslensk knattspyrna 2005


Wenger og Graham

Arsene Wenger er snillingur.

Stuðningsmenn Arsenal hljóta, þegar þeir hugsa til baka, að sjá eftir þeim mikla tíma sem fór til spillis - við það að horfa á liðið spila - á meðan George Graham var þjálfari.


Sókn er besta vörnin

Eftir leik kvöldsins í Meistaradeildinni leyfi ég mér að ítreka þá von mína að Barcelona og Arsenal mætist í úrslitaleik keppninnar í París í vor. Þetta eru tvö skemmtilegustu liðin, sem bæði vilja alltaf spila skemmtilegan fótbolta.

Það yrði sigur fyrir knattspyrnuna ef þau mættust í úrslitaleiknum.

Kannski tap fyrir knattspyrnuna að annað liðið tapi í París en það verður að gerast. Þannig er nú bara sportið.

Ég sá mína menn í Liverpool vinna úrslitaleikinn í Istanbul í vor. Hvað kostar farmiði til Parísar?


...Telma að hún nái rauðvínsblettinum ekki.

Hrikalega fer þessi auglýsing í taugarnar á mér.

Eldingin Giuly

c_documents_and_settings_owner_desktop_imgopt_1.jpg

Frakkarnir á L'Equipe eru skiljanlega ánægðir með sinn mann, Giuly, sem gerði sigurmark Barcelona í Mílanó.

Giuly eins og elding, segir fyrirsögnin.


Ánægð með sína menn

E M D

Íþróttadagblöðin í Barcelona eru að vonum ánægð með sína menn. Hér eru forsíðurnar blaðanna tveggja, El Mundo Deportivo og Sport.


Fleiri myndir

Enn af B og B

Athugasemd barst inn á bloggið mitt frá "afa" sem finnst vænt um að eiginkonan hafði vit fyrir mér þannig að ég henti ekki bókinni Benni og Bára. Hann er á því að bókin eigi eftir að koma sér vel og bendir mér á að athuga hvort ég finni ekki Græna hattinn, Bláu könnuna, Tralla og fleiri slíkar góðar bækur.

Það er nú svo skrýtið að á heimili mínu er allur þessi flokkur til. Ég komst að því í gærkvöldi að bókaflokkurinn ber nafnið Skemmtilegu smábarnabækurnar og ég hef í gegnum tíðina haft mjög gaman af að lesa fyrir börnin mín Græna hattinn, Bláu könnuna, Tralla og ótalmargar aðrar, líklega allar "skemmtilegu smábarnabækurnar" - nema þessa einu, Benni og Bára, sem ég hreinlega þoli ekki. Kannski er erfitt að skýra út hvers vegna, en best að koma því að strax að, að eiginkonan er á sama máli...


Leiðinlegasta bók í heimi

Varúð! Varúð!

Barnabókin Benni og Bára (appelsínugul, í einhverjum smábarnabókaflokki sem ég man ekki hvað heitir) er leiðinlegasta bók í heimi. Að minnsta kosti sú leiðinlegasta sem ég hef lesið. Og ekki bara lesið einu sinni eða tvisvar, heldur örugglega hundrað sinnum.

Það rifjaðist skyndilega upp fyrir mér á dögunum, þegar ég fann nefnda skruddu í kassa niðri í bílskúr, að ég var búinn að ákveða að vara þá kynslóð við, sem nú á börn á lesa-fyrir-á-kvöldin aldri.

Þarna í bílskúrnum stakk ég upp á því við konuna mína í fyrsta skipti að henda bók í ruslið. Við ákváðum þó að gera það ekki, aðallega vegna þess að dætur okkar eru orðnar það gamlar að nú lesa þær allt sjálfar og hafa gert lengi - líka Sara þó að hún sé ekki nema átta ára. Það er sem sagt engin hætta á að maður þurfi að fletta Benna og Báru framar.

En þau skötuhjú verða falin í neðstu skúffunni ef ég verð einhvern tíma afi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband