Hvers vegna?

Röndótt í fyrra, einlitt í ár, köflótt á næsta ári.

Röndótt í gær, einlitt í dag, köflótt á morgun.

Hvers vegna ætti ég að láta einhverja blesa úti í heimi segja mér hverju er flottast að klæðast?


Til hvers?

Það skal viðurkennt að ég er lélegur raunveruleikasjónvarpsþáttaáhorfandi.

En má ég spyrja: fyrir hverja er þáttur eins og sá sem er á Skjá 1 núna, um næsta ameríska topp módelið? Eða tískuhönnunarþátturinn svipaðrar tegundar? Og hann er, nota bene, á sjálfu ríkissjónvarpinu.

Fyrir hvern eða hverja?


01.02.03. 04.05.06.

Þetta er dálítið flott runa, maður þyrfti eiginlega að vaka klukkan þrjár sekúndur yfir tvær mínútur yfir eitt í nótt.


Hundalíf

Svo mælti ung stúlka, sem hefur miklar mætur á hundum, í mín eyru á dögunum: 

"Ég vildi ekki vera dýr. Ekki einu sinni hundur.

Í Japan borða menn hunda." 


Terry og Carragher

Hvers vegna eru menn alltaf að velta því fyrir sér hvort Rio Ferdinand eða Sol Campbell verði í vörn Englands á HM í sumar?

Það blasir við að hvorugur verður í byrjunarliðinu að óbreyttu - enda tveir yfirburða miðverðir enskir um þessar mundir og hljóta að vera óskamiðvarðapar Svens Görans: það eru að sjálfsögðu John Terry hjá Chelsea og Liverpool maðurinn Jamie Carragher.

Um þetta er ekki einu sinni hægt að rífast, það er svo augljóst.


Til hamingju með daginn!

Mér, og öðrum heimsins verkalýð, færi ég hamingjuóskir og baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Sömu laun fyrir sömu vinnu!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband