AUKAÚTGÁFA - Til hamingju Eiður, og Ísland !

El Mundo Deportivo

Fjölmiðill þessi svíkur strax loforðið frá því í gær að þegja í einhvern tíma. Ástæðan er einföld:

 

Frábærar fréttir að Eiður Smári sé á leið til Barcelona. Ef hægt var að fara uppá við frá Chelsea hlýtur það að vera til Evrópumeistaranna!

 

Áhugamenn um knattspyrnu eiga sér gjarnan uppáhaldslið í hverju landi og svo vel vill til að ég hef lengi dáðst að og haldið með Barcelona. Bæði leikur liðið ætíð skemmtilega knattspyrnu og svo er borgin einn yndislegasti staður sem ég hef komið til.

 

Ronaldinho, Eto'o, Eiður Smári, Deco . . . Býður einhver betur?

 

JÆJA, ÞÁ FER BLOGGSÍÐAN AFTUR Í FRÍ VEGNA LETI


Hlé

Nú verður gert hlé á útgáfu þessa miðils um óákveðinn tíma.

 

Ástæður eru tímaskortur eigandans og leti.

 

Fréttatilkynning verður ekki send út þegar skriftir hefjast á ný.

 

Bless á meðan.


Út um gluggann

Hvers konar djöfuls hyski er það sem hendir tómri gosflösku úr gleri út úr kyrrstöðum bíl á rauðu ljósi? Bara sisona, og flaskan rúllar eftir malbikinu, undir bílinn og áfram yfir á næstu akreinar.

 

Ég vona að unga fólkið sem beið í litlum, gráum fólksbíl á Glerárgötu áðan, og beygði svo til vinstri upp með Glerá, lesi þennan pistil. Ég var sem sagt karlinn sem flautaði á þau og baðaði út höndunum.

 

Getur verið að bílnúmerið hafi verið MR-243? Held það en fullyrði þó ekki.

 

Alveg er óþolandi að horfa upp á þetta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband