20.9.2006 | 16:08
Boonyaratglin og Adulyadej
Maður þakkar stundum sínum sæla fyrir að vinna ekki í útvarpi eða sjónvarpi.
Nú er í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum fjallað um taílenskan hershöfðingja sem heitir Sonthi Boonyaratglin og konung Taílands, Bhumibol Adulyadej.
Já, það er stundum gott að ýta bara á takkana á tölvunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 16:00
Asnaþvaður
Skemmtilegum spjallþætti var að ljúka á Rás 1. Þórarinn Björnsson ræddi við nafna sinn Sigurmundsson vélstjóra sem var í mörg ár á sjó, fyrst hjá Sambandinu og síðan á dönskum fragtskipum.
Margt bar á góma. Þegar Þórarinn var spurður hvar í heiminum hann hefði séð fallegast kvenfólk sagði hann ómögulegt að segja, en sjómönnum þætti reyndar allt kvenfólk fallegt þegar þeir kæmu í land eftir langa útiveru! Og svo sagði hann að í hverri höfn væri kvenfólk sem vildi selja blíðu sína, og mun meira væri um það í Reykjavík en nokkurn grunaði. . .
Í lok þáttar bað Þórarinn vélstjóri útvarpsmanninn að fara varlega með upptökuna, og skildi reyndar ekki hvernig hann ætti að ná einhverju með viti út úr þessu "asnaþvaðri" í sér!
Þættinum verður útvarpað aftur á laugardaginn og ég held enginn verði svikinn af því að hlusta. Gaman að svona gamaldags - í jákvæðri merkingu - útvarpsefni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 15:42
Shinawatra
Var það ekki Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, sem vildi kaupa Liverpool fyrir nokkrum mánuðum?
Shinawatra blessaður brá sér á allsherjarþing SÞ í New York á dögunum og herinn rændi af honum völdum á meðan. Nú er hann sagður á leið til London en fer vonandi ekki norðar.
Ætli hershöfðingjarnar hafi áhuga á fótbolta?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 15:29
Inferno
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 11:25
Pétur bloggar
Vinur minn og fyrrverandi samstarfsmaður á Mogganum, Pétur Gunnarsson, er orðinn einn helsti bloggari landsins. Og þar fara saman magn og gæði. Hvet alla sem hafa áhuga á þjóðmálum að bæta Pétri við í tenglasafnið sitt. Slóðin á síðuna er http://www.petrum.blogspot.com/ - Pétur býður oft upp á nýjustu fréttir og sögur úr þjóðlífinu, ekki síst pólitíkinni, enda vel tengdur sem fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 09:12
Stórglæsilegt mark
"Enn ekkert komið um leik Chelsea og Liverpool, þolinmæðin á þrotum." Þannig hljóðar skeyti frá félaga mínum rétt í þessu. Nú hef ég svarað kallinu. Eða er þetta ekki nóg umfjöllun um leikinn? Að nefna hann með þessum hætti?
Málefnaleg umfjöllun er þessi: Liverpool átti alls ekki skilið að tapa leiknum, líklega hefði verið sanngjarnara að mínir menn ynnu en eina mark leiksins var stórkostlegt. Didier Drogba sýndi snilldartakta þegar hann skoraði. Og í lokin eru það mörkin sem eru talin.
Jæja, Hannes, ertu nú ánægður?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2006 | 08:12
24.431
Svona margir hafa skráð nafn sitt á síðunni www.stopp.is og lofað eftirfarandi:
- Ég hyggst fara að lögum í umferðinni.
- Ég ætla að gera allt sem ég get til að skaða hvorki mig né aðra í umferðinni.
- Ég ætla að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt.
- Ég ætla að hvetja þá sem mér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama.
Ég hvet alla sem einhvern tíma koma út í umferðina að kvitta undir þetta með kennitölu sinni. Og standa svo við loforðin, Íslendingar eiga það skilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2006 | 17:22
Eiður ekki í liðinu
Eiður Smári byrjar ekki í liði Barcelona í kvöld gegn Racing Santander á útivelli. Ég held að leikurinn byrji kl. 19 að okkar tími og verði beint á Sýn.
Þessu stal ég af heimasíðu El Mundo Deportivo rétt í þessu:
El cuerpo técnico del FC Barcelona ya ha anunciado el equipo titular que saldrá hoy en El Sardinero. En la portería continuará Víctor Valdés; Puyol y Márquez formarán en el centro de la defensa, con Sylvinho y Zambrotta en los laterales; en el mediocampo estarán Edmilson, Deco y Xavi; y en la delantera Ronaldinho, Eto'o y Messi.
Ég vona að Eiður sé á bekknum og komi svo inná.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2006 | 17:04
Arsenal
Arsenal er ekki "mitt lið" í Englandi, en ég verð að segja að á góðum degi er þetta lang skemmtilegasta liðið á að horfa þar í landi. Strákarnir hans Wengers unnu Manchester United á Old Trafford rétt áðan, 1:0, í stórgóðum leik, Thierry Henry fjarri vegna meiðsla en það kom ekki að sök og sigur Arsenal var mjög sanngjarn. Liðið er eiginlega alveg ótrúlegt; fullt af ungum strákum sem spila svo skemmtilegan fótbolta að unun er að horfa á.
Til hamingju, Orri Páll, Rúnar, Sigmundur og allir hinir! Ég segi sem oftar: það er eflaust álíka gaman að horfa á Arsenal undir stjórn Wengers og það var leiðinlegt þegar George Graham var þjálfari!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2006 | 14:29
Áfram í 1. deild
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)