Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2006 | 00:23
Alveg himneskt
Campari í sóda - alveg himneskt, sagði stundum uppáhaldsfrænka mín sem bjó lengi í vesturbænum í Reykjavík. Held ég hafi varla bragðað drykkinn síðan ég var í menntaskóla.
En þetta var alveg laukrétt hjá frænku, þessi fallegi rauði drykkur - sem sumir kölluðu eyrnamerg, var afbragðsgóður og er eflaust enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2006 | 20:44
Örfáir miðar eftir
Sala er ekki hafin en samt eru aðeins örfáir miðar eftir á síðasta heimaleik Þórs í DHL-deildinni í handbolta í vetur. Ekki hefur verið uppselt á heimaleik hjá Þór síðan í Skemmunni fyrir rúmum 30 árum þegar liðið lék fyrst í 1. deild, en nú er ljóst að leikurinn verður endurtekinn.
Höllin er upptekin vegna lokahófs Andrésar andar leikanna svo leikur Þórs og Vals verður í íþróttahúsi Síðuskóla. Geimið hefst klukkan fjögur.
Rétt er að taka fram þetta verður standandi partý. Stólar komast ekki inn í salinn.
Síðuskóli, beeesta - gólfið!
Bloggar | Breytt 21.4.2006 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2006 | 20:28
Zonta lummur og önnur menning
Góður dagur er að kveldi kominn.
Húsbóndinn (lesist: eiginkonan) var að vinna sem þjónn í fermingarveislu eftir hádegið og Arna heima að skrifa ritgerð svo ég, Alma og Sara fórum í menningarreisu. Með í för var Birna, vinkona Ölmu.
Byrjuðum í Nonnahúsi og Minjasafninu. Þær fengu að fara einn hring á hestbaki við Minjasafnið og eftir að hafa kíkt aðeins á safnið eyddum við stund í Nonnahúsi, þar sem þeim var boðið að föndra sumarkort. Þar átti að lesa upp úr Nonnabók en við urðum því miður að yfirgefa staðinn áður, vegna starfa ökumannsins.
Litum við í húsi Zonta kvenna austan Nonnahúss áður en við stigum upp í bílinn aftur og undirritaður fékk forskot á lummusælu sem var um það bil að hefjast. Zonta konur stóðu í eldhúsinu og göldruðu lummur af miklum góð og viðstaddir áttu að njóta, ásamt kakói og öðrum eðaldrykkjum.
Leiðin lá svo í Ketilhúsið þar sem fram fór Vorkoma menningarmálanefndar og þar varð ég að beita myndavélinni all nokkuð starfsins vegna. Ýmsir fengu viðurkenningar og m.a. var tilkynnt um það hverjir fá starfslaun listamanna á þessu ári.
Hér á norðurhjara hefur verið flott veður. Bjart, sól og þokkalega hlýtt.
Meðalhitinn í Hamratúninu hjá pabba og mömmu í morgun voru 11 gráður. 17 stig austan við hús og 5 stig vestan við...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 14:16
Orða vant
(upphaf)
.
.
.
.
(endir)
Bloggar | Breytt 24.4.2006 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2006 | 13:16
Forboðnir ávextir
Fortíðardraumar.
Framtíðarþrá.
Er þetta það sem ekki má?
Bloggar | Breytt 22.4.2006 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 13:13
Sumar
Þegar komið er á bak skáldafáknum er freistandi að spretta úr spori í stað þess að fara strax aftur af baki. Þess vegna varð þetta ljóð til, með dyggri aðstoð Veðurstofu Íslands.
SUMAR
Hægviðri og slydduél á mánudag,
hvöss norðanátt á þriðjudag,
með slyddu norðan- og austanlands.
Svalt í veðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 13:07
Víðir og sumarkoman
Ég hef ekki gert mikið af því að setja saman ljóð. En í tilefni sumardagsins fyrsta tel ég mér skylt að birta þetta nýja, frumsamda kvæði, sem tileinkað er íslenska sumrinu og Víði Sigurðssyni blaðamanni og vini mínum.
(Sigurður Sverrisson skrifaði bókina Íslensk knattspyrna '81, þeir Víðir saman bókina Íslensk knattspyrna '82 en síðan tók Víðir alfarið við. Ég vona Siggi fyrirgefi mér það, þótt hann hafi tekið fyrstu skrefin, að þetta merkilega ljóð - sem væntanlega verður komið í kennslubækur strax í næstu prentun - beri nafn Víðis en ekki hans)
Kvæðið heitir sem sagt Víðir og sumarkoman, og fer hér á eftir.
- - - - - - - - -
Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag.
Íslensk knattspyrna '81
Íslensk knattspyrna '82
Íslensk knattspyrna '83
Íslensk knattspyrna '84
Íslensk knattspyrna '85
Íslensk knattspyrna '86
Íslensk knattspyrna '87
Íslensk knattspyrna '88
Íslensk knattspyrna '89
Íslensk knattspyrna '90
Íslensk knattspyrna '91
Íslensk knattspyrna '92
Íslensk knattspyrna '93
Íslensk knattspyrna '94
Íslensk knattspyrna '95
Íslensk knattspyrna '96
Íslensk knattspyrna '97
Íslensk knattspyrna '98
Íslensk knattspyrna '99
Íslensk knattspyrna 2000
Íslensk knattspyrna 2001
Íslensk knattspyrna 2002
Íslensk knattspyrna 2003
Íslensk knattspyrna 2004
Íslensk knattspyrna 2005
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 12:31
Wenger og Graham
Arsene Wenger er snillingur.
Stuðningsmenn Arsenal hljóta, þegar þeir hugsa til baka, að sjá eftir þeim mikla tíma sem fór til spillis - við það að horfa á liðið spila - á meðan George Graham var þjálfari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 22:12
Sókn er besta vörnin
Eftir leik kvöldsins í Meistaradeildinni leyfi ég mér að ítreka þá von mína að Barcelona og Arsenal mætist í úrslitaleik keppninnar í París í vor. Þetta eru tvö skemmtilegustu liðin, sem bæði vilja alltaf spila skemmtilegan fótbolta.
Það yrði sigur fyrir knattspyrnuna ef þau mættust í úrslitaleiknum.
Kannski tap fyrir knattspyrnuna að annað liðið tapi í París en það verður að gerast. Þannig er nú bara sportið.
Ég sá mína menn í Liverpool vinna úrslitaleikinn í Istanbul í vor. Hvað kostar farmiði til Parísar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 19:48
...Telma að hún nái rauðvínsblettinum ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)