Færsluflokkur: Íþróttir

Eiður ekki í liðinu

Eiður Smári byrjar ekki í liði Barcelona í kvöld gegn Racing Santander á útivelli. Ég held að leikurinn byrji kl. 19 að okkar tími og verði beint á Sýn.

Þessu stal ég af heimasíðu El Mundo Deportivo rétt í þessu:

El cuerpo técnico del FC Barcelona ya ha anunciado el equipo titular que saldrá hoy en El Sardinero. En la portería continuará Víctor Valdés; Puyol y Márquez formarán en el centro de la defensa, con Sylvinho y Zambrotta en los laterales; en el mediocampo estarán Edmilson, Deco y Xavi; y en la delantera Ronaldinho, Eto'o y Messi.

Ég vona að Eiður sé á bekknum og komi svo inná.


Arsenal

Arsenal er ekki "mitt lið" í Englandi, en ég verð að segja að á góðum degi er þetta lang skemmtilegasta liðið á að horfa þar í landi. Strákarnir hans Wengers unnu Manchester United á Old Trafford rétt áðan, 1:0, í stórgóðum leik, Thierry Henry fjarri vegna meiðsla en það kom ekki að sök og sigur Arsenal var mjög sanngjarn. Liðið er eiginlega alveg ótrúlegt; fullt af ungum strákum sem spila svo skemmtilegan fótbolta að unun er að horfa á.

Til hamingju, Orri Páll, Rúnar, Sigmundur og allir hinir! Ég segi sem oftar: það er eflaust álíka gaman að horfa á Arsenal undir stjórn Wengers og það var leiðinlegt þegar George Graham var þjálfari!


Áfram í 1. deild

Það var gott hjá mínum mönnum í Þór að vinna Leikni fyrir sunnan í gær og tryggja sér þar með sæti í 1. deildinni í fótbolta áfram. Það var mikill léttir að fá fréttir af úrslitunum. Sumarið hefur verið erfitt en menn fá mikla reynslu af því að sigla í mótbyr og hún verður vonandi dýrmæt í áframhaldandi uppbbyggingu.

Everton

Ég var minntur á það á mánudaginn, og aftur rétt í þessu, að ég hefði ekkert bloggað um sigur Everton á Liverpool um síðustu helgi. Það fór sem sagt XXX fyrir Everton. Hvað er eiginlega að tölvunni?CCC fyrir Everton. 3:0... OK.

Akureyri fékk bronsið...

Sjallamótinu í handbolta lauk í dag. Ég var að vísu ekki viðstaddur síðari hluta mótsins og get því ómögulega sagt með vissu hvernig fór... En heimildamenn segja mér að Akureyri hafi gert jafntefli gegn ÍR í morgun og tapað naumlega fyrir Fylki. Liðið AKureyri 1 varð því í þriðja sæti og fékk bronsið og Akureyri 2 varð í fjórða sæti, af fjórum.

Heimasíða Akureyrar - handbolta er ekki alveg tilbúin og á meðan bendi ég á ítarlega umfjöllun um Sjallamótið, og allt annað er kemur liðinu okkar við, á www.ka-sport.is/hand þar sem Gústi og Stebbi fara hamförum.


Sigur í fyrsta leiknum

Fyrsta sendingin

Mínir menn í handboltaliðinu Akureyri sigruðu í fyrsta opinbera leiknum í sögu liðsins í dag - að vísu gegn sama liði! Sjallamótið hófst sem sagt í dag og við Akureyringar teflum fram tveimur sveitum. Akureyri 1 sigraði þá Akureyri 2 með 27 mörkum gegn 20. Í sigurliðinu voru flestir þeir eldri og reyndari í hópnum.

 

Mér fannst það merkileg stund þegar flautað var til leiks í KA-heimilinu kl. fimm síðdegis og líklega vel við hæfi að Þorvaldur Þorvaldsson skoraði fyrsta mark leiksins af línunni. Valdi hefur leikið bæði með KA og Þór í gegnum tíðina og því tilvalið að hann gerði fyrsta mark Akureyrar í opinberum leik.


Fleiri myndir

Fyrsti leikur Akureyrar - handbolta í dag

Sjallamót Akureyrar - handbolta hefst í dag kl. 17.00 í KA-heimilinu við Dalsbraut. Þarna gefst fólki í fyrsta skipti tækifæri til þess að sjá sameiginlegt lið Þórs og KA í leik - lið sem við aðstandendur þess köllum einfaldlega AKUREYRI - en tvö lið minna manna taka þátt í mótinu auk Fylkis og ÍR.

Fyrsti leikur mótsins er meira að segja viðureign Akureyrar 1 og Akureyrar 2. Ég hvet alla áhugamenn til þess að mæta í KA-heimilið, sem ég kalla stundum Skemmuna að gamni mínu, til heiðurs því gamla, góða húsi á Eyrinni.

Lið Akureyrar hefur æft af krafti undanfarið undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar og Sævars Árnasonar. Um 25 leikmenn hafa verið á æfingum og enn eru fimm strákar í útskriftarferð MA í Búlgaríu en væntanlegir.

Einnig verður keppt í kvennaflokki á mótinu þar sem taka þátt eftirtalin lið: Akureyri, FH, Haukar og HK. Fyrsti kvennaleikurinn er Akureyri - HK kl. 18 í dag.

Upplýsingar um mótið eru á heimasíðum Þórs www.thorsport.is og KA www.ka-sport.is/hand

 


Hann á afmæli í dag...

Alli Gísla fagnar 47 ára afmælinu í dag. Hann hefur líklega varla getað fengið betri afmælisgjöf en sigur á Kiel í gærkvöldi á útivelli. Kiel hafði ekki tapað deildarleik heima í þrjú ár held ég, og Gummersbach ekki unnið í Ostseehalle í Kiel í þrettán ár!

http://www.vfl-gummersbach.de/


Lyginni líkast

Ótrúleg úrslit í Belfast í gærkvöldi. Norður-Írar unnu Spánverja 3:2. Sýnir bæði hve árangur íslensku strákanna var glæsilegur þar á laugardaginn og hve hugarfarið skiptir miklu máli. Hætt er við að Spánverjar hafi vanmetið andstæðingana en heimamenn aftur á móti komið brjálaðir til leiks eftir tapið gegn Íslendingum.

David Healy, miðherjinn númer 9, skoraði öll þrjú mörk Norður-Íra í gær en Hermann Hreiðarsson hafði hann í vasanum á laugardaginn...


Juan Carlos Cannavaro

Er ekki talsverður svipur með þeim Jóhannesi Karli Guðjónssyni og Fabian Cannavaro, fyrirliða Ítalíu? Svei mér þá.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband