Færsluflokkur: Margskonar menning
1.8.2006 | 12:33
Eitt stykki menningarhús
Byrjað verður að moka fyrir menningarhúsi á Akureyri í dag kl. 17 og er ástæða til þess að hvetja bæjarbúa að þiggja boð um að vera viðstaddir.
Þegar þar að kemur sendir Ístak kannski frá sér reikning, í stíl við það sem afi gerði þegar Slippstöðin byggði flugturninn á Akureyri. Hann yrði þá svona; An: eitt stykki menningarhús, kr. 740 milljónir.
9.5.2006 | 11:18
Heimþrá
Hannes sýnir nú heimþrá í Listsafninu. Þar er allt í drasli. Ekki að Hannes hafi ekki tekið til en óhætt er að segja að á hluta verkanna, ljósmyndunum, sé allt í drasli. Sjón er sögu ríkari.
En það var næs við opnunina á laugardaginn. Rauður ellefu prósent berjasafi í boði og fólk skrafaði í rólegheitum.
26.4.2006 | 09:05
Örljóð - V
(um það sem Riquelme hugsaði kannski eftir að Þjóðverjinn varði vítið frá honum)
Lem'ann
Lehmann
Margskonar menning | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2006 | 09:20
Örljóð - IV
(um Eið Smára Guðjohnsen)
Hann
kann
Margskonar menning | Breytt 26.4.2006 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2006 | 19:50
Örljóð - III
(Um Leif heppna)
Hann
fann
Margskonar menning | Breytt 26.4.2006 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2006 | 13:04
Örljóð - II
(um Íslending á sólarströndu)
Hann
brann
Margskonar menning | Breytt 26.4.2006 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2006 | 07:53
Örljóð - I
(um sigurvegarann, hver svo sem hann er hverju sinni)
Hann
vann
Margskonar menning | Breytt 26.4.2006 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2006 | 19:10
KEN - Kvikmyndaklúbbur Eyfirðinga og nærsveitamanna ?
Ég fékk þennan póst í dag frá kunningja mínum - og vona að draumur hans rætist:
"Eins og flestum ykkar er kunnugt þá hefur verið rætt um stofnun kvikmyndaklúbbs á Akureyri á liðnum misserum og segja má að gerð hafi verið tilraun í þá átt með svo kölluðum kvikmyndatorgum, sýningum tengdum kennslu í nútímafræði (ofl. greinum). Einnig hefur þýsk-akureyska vinafélagið boðað til sýninga á nýjum og athyglisverðum myndum frá Þýskalandi. Nú virðist vera að rætast úr fyrir þeim okkar sem hafa áhuga á öðru en því sem er sýnt í kvikmyndahúsum staðarins. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær (20. apríl, sumardaginn fyrsta) þá ætlar Örn Ingi Gíslason að vígja 80 manna kvikmyndasal að Óseyri 6 með sýningu myndarinnar Flóttinn (135 mín, leikin) 6. maí kl. 17.00. Fyrir sýninguna verður málþing um stöðu kvikmynda á Íslandi (nánar seinna). Við Örn vorum sammála um að gaman væri ef hægt væri að tilkynna stofnun kvikmyndaklúbbs við þetta tækifæri."
Ég var svo skrýtinn á unglingsárum að fara á sérstakar sýningar á myndunum Jónatan Livingston mávur og Dagur í lifi Ivans Denisovítsj, sú seinni eftir sögu Solsjenítsíjns. Held það hafi verið KVIKMA, Félag kvikmyndaáhugamanna í MA, sem stóð fyrir sýningunum.
Þetta voru skemmtilegir tímir, og koma vonandi aftur nú.
Margskonar menning | Breytt 23.4.2006 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 14:16
Orða vant
(upphaf)
.
.
.
.
(endir)
Margskonar menning | Breytt 24.4.2006 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2006 | 13:16
Forboðnir ávextir
Fortíðardraumar.
Framtíðarþrá.
Er þetta það sem ekki má?
Margskonar menning | Breytt 22.4.2006 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)