Færsluflokkur: Matur og drykkur
3.8.2006 | 12:51
Sumarfrí II - Jordgubbar
Matur og drykkur | Breytt 21.8.2006 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 10:27
Sumarfrí I - Stjerneskud
Ingeborg gamla á veitingastaðnum Hos Ingeborg í sjávarútvegsbænum Esbjerg í Danmörku kann að servera Stjerneskud, rauðsprettu á ristuðu brauði, með rækjum, sperglum og öllu tilheyrandi. Við þau eldri í hópnum bröggðuðum á þessu lostæti en yngri kynslóðin fékkst ekki til þess, ef ég man rétt, heldur fékk íslenskt sjoppufæði - franskar kartöflur og þess háttar. En allur hópurinn fékk frítt að reykja, því á þessum annars skemmtilega veitingastað hefur það enn ekki verið bannað. Eða var að minnsta kosti ekki fyrr í sumar.
Dyggum lesendum síðunnar til upplýsingar læt ég svo fylgja með uppskrift að stjörnuhrapinu góða, sem ég fann á heimasíðu dönsku hjartaverndarinnar. Og fyrst þetta birtist þar geri ég ráð fyrir að heldur sé rétturinn talinn hollur frekar en hitt.
Ingredienser:
8 rødspættefileter, 1 æg til panering, 1 dl. Rasp, 1/2 liter rapsolie.
Dressing:
1 dl fromage frais, 2 spsk. Letmayonnaise, 1-2 spsk tomatketchup, salt, peber.
4 tykke store skiver lyst brød (ca. 70 g pr. stykke, brug evt. 2 stykker pr. person), 12 salatblade, 1 stort glas asparges (200 g drænet), 1/2 citron i skiver, 1/2 agurk i skiver, 2 tomater i både, 1 lille dåse sort kaviar (stenbiderrogn, 60 g), 1 hårdkogt æg, 1 bakke karse,100 gram rejer.
Fremgangsmåde:
Vend de 4 af fiskefileterne i æg og rasp og steg dem gyldne i en gryde med meget varm olie. Damp de resterende 4 fiskefilet kort i en gryde med lidt vand tilsat lidt salt.
Dressing: Rør alle ingredienserne sammen og smag til med salt og peber.
Rist brødet på brødristeren. Læg 3 salatblade på hver skive brød. Herpå 1 stegt og 1 dampede fisk. Kom 2 spsk. dressing over. Læg herpå 1/4 af aspargesene, 1 skive citron som citronspringer,1/4 af agurkeskiverne som springere, 1/2 tomat i både, 1 spsk. kaviar, 1/4 hårdkogt æg og karse.
Drys til sidst med rejer.
Energi pr. person: 1900 kJ (460 kcal), Protein 26%, Kulhydrat 44%, Fedt 30% (16 gram pr. person).
Hvis du vil tabe dig, er din portion: 1/4 af opskriften.
Matur og drykkur | Breytt 21.8.2006 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 22:27
Skyrdagur
Ég átti einu sinni vin sem var ekkert allt of flinkur í stafsetningu. En hann var trúaður, og fékk sér þess vegna alltaf skyr fimmtudaginn fyrir páska; á skírdag, skyrdag, eins og hann hélt . . .
Það var tilviljun en við borðuðum reyndar skyrtertu í eftirrétt í kvöld. Hún var góð, enda heimalöguð.
Matur og drykkur | Breytt 14.4.2006 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 19:59
Ský yfir 603?
Ég nenni ekki út að gá en liggi hvítlauksský yfir 603 er það mér að kenna.
Ástæðan: metsölubókin Brauðréttir Hagkaupa, bls. 142
Kvartanir sendist Hæstarétti, þakkir sendist mér.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 19:56
Lostæti
8.4.2006 | 20:11
Æææææðisleg lykt
Sítrónukjúklingauppáhaldsrétturinn okkar mallar þessa stundina á wokpönnunni. Ilmurinn í eldhúsinu er svo lokkandi, eins og segir í kvæðinu.
Langar einhvern í uppskriftina? Sorrí, leyndó!
Grjónin eru að verða til. Spurning um að opna eina ískalda Chablis...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 21:03
Hvítlauksristaðar gellur
Þær eru alltaf fínar, hvítlauksristuðu gellurnar á Bautanum. Ég hefði reyndar ekkert á móti því að hvítlaukurinn réði enn frekar ríkjum á diskinum, en það er kannski ekki að marka.
Eiginkonan og elsta dóttirin eru að vinna í kvöld - báðar í veisluþjónustu Bautans á árshátíð Samherja í íþróttahöllinni - þannig að við þrjár (!) sem erum heima skelltum okkur á Bautann. Pítsa Margarita var fín og Bolognaise blaðpasta líka, en Ölmu fannst það reyndar dálítið sterkt. Mig grunar þó það hafi verið nákvæmlega eins og búast má við.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 18:51
Everton er ágætt
Nei, ég hef ekki fengið höfuðhögg. Enda er Liverpool aðdáandinn ég að meina rauðvínið Everton sem ég held að sé frá Suður-Afríku. Það var reyndar Everton stuðningsmaðurinn Tryggvi Gunnarsson sem fyrstur gaf mér að smakka það, en það er önnur saga.