GVS

Gaui fyrrverandi nágranni minn af Nesinu stóð sig þokkalega.... Gerði sextán mörk á móti Fram. Til hamingju með sigurinn, venur.


Til hamingju, Kristján

Ég á marga KR-inga fyrir vini og það var auðvitað leiðinlegt fyrir þá að tapa bikarúrslitaleiknum í fótbolta fyrir Keflavík í gær. En í herbúðum Suðurnesjaliðsins á ég líka vin, þann mikla sómapilt Kristján Guðmundsson, þjálfara, og sendi honum hér með sérstakar hamingjuóskir!

Drengur! Þetta var glæsilegt!


Gott að mótið er byrjað

Það er aldrei gaman að tapa en ég er ánægður með að Akureyri hefur lokið fyrsta leiknum á Íslandsmóti karla í handbolta. Við keyrðum saman fjórir til Reykjavíkur í gærmorgun, sáum leikinn gegn Val í Laugardalshöllinni og brunuðum svo norður aftur. Valur vann 26:22 eftir að vera einu marki yfir í leikhléinu.

Mínir menn byrjuðu mjög vel, vörnin var frábær og Bubbi varði eins og berserkur í markinu framan af. En það var aðallega slakur sóknarleikur, í seinni hálfleiknum, sem varð okkur að falli að mínu mati. Sóknin á eftir að slípast betur en taka verður með í reikninginn að liðið hefur spilað mjög fáa leiki - mun færri en sunnanliðin. Við horfum bjartsýnir fram á veginn, Akureyringar.


Bloggfærslur 1. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband