DC

Washington DC - dísí, eins og þeir segja þar - er skemmtileg borg og vinaleg. Ég var þar í síðustu viku og væri meira en til í að sækja hana aftur heim. Þar virðist allt reyndar dálítið dýrara en t.d. í New York, sem virðist eðli borga þar sem margskonar stjórnsýsla er vistuð. Í DC er auðvitað Hvíta húsið, ráðuneytin öll, þingið og alls kyns aðrar opinberar stofnanir, fyrir utan öll erlendu sendiráðin.

Góður staður Washington, og stutt að fara inn í borgina frá Baltimore flugvelli þangað sem Icelandair flýgur. Völlurinn er reyndar kenndur við báðar borgar, Washington og Baltimore og frá vellinum og niður í miðbæ höfuðstaðarins er ekki nema álíka langt og frá Keflavík til Reykjavíkur.


West Ham

Það verður spennandi hvort hópi þeirra bissnessmanna sem Eggert Magnússon fer fyrir tekst að kaupa West Ham. Sagt er að norrænn bankamaður standi á bak við Eggert. Mér finnst ólíklegt að það sé Sveinn Pálsson í Íslenskum verðbréfum, og þó - hann heldur með West Ham...

Fyrst Eiður er farinn frá Chelsea væri allt í lagi að taka annað Lundúnalið í fóstur. Ég hætti aldrei að halda með Liverpool - en það væri OK að eiga varalið í höfuðborginni.

Ég sá leik með West Ham á Upton Park um páskana 1979 en get ekki sagt að ég tengist félaginu neinum böndum. Nema kannski vegna þess að liðið hefur alltaf spilað skemmtilegan fótbolta.


Bloggfærslur 17. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband