Il Postino

Yndisleg bíómynd, Il Postino međ Philippe Noiret og Massimo Troisi. Sá hana fyrir mörgum árum og keypti svo á útsölu í Hagkaupum á dögunum.

Troisi leikur feiminn bréfbera á afskekktri ítalskri eyju en Noiret fer međ hlutverk Pablo Neruda, Nóbelsskáldsins frá Chile. Og hann fćr mörg bréf!

Segja má ađ Troisi hafi sagt sitt síđasta orđ í myndinni eđa ţví sem nćst. Hann hafđi veriđ eitthvađ slappur karlinn međan myndin var tekin upp, afţakkađi auka hvíldardaga ţví hann vildi klára verkefniđ - og dó svo daginn eftir ađ tökum lauk!


Tsjökk Berrí

Fréttavefur Morgunblađsins, www.mbl.is, segir frá ţví í dag ađ bandaríski rokkarinn Chuck Berry varđ áttrćđur í gćr.

Ég sá kappann spila Johnny B. Goode og fleiri slagara á djasshátíđ (!) í Nice á frönsku rívíerunni sumariđ 1982. Ţá hefur hann sem sagt veriđ 56 ára og var alveg í banastuđi. Dansađi um á öđrum fćti fram og til baka um sviđiđ á međan hann lék á gítarinn eins og hann var frćgur fyrir, og er kannski enn. Flottur!

Ég vissi reyndar aldrei hvađ hann var ađ gera á djasshátíđ, en ţađ er önnur saga. Jú, hann var víst bara gestur. En ţarna sá ég líka Dizzy Gillespie spila á trompetinn. Hafđi svo sem ekkert sérstaklega gaman af honum, en karlinn var flinkur. En er nú löngu dauđur.

Ţarna í Nice, sumariđ sem ég stúderađi frönsku í sólinni, var ég međ Viđari og Kristjönu. Viđ vorum saman á Hvítlaukshöfđa - Cap d'Ail - ţetta sumar. Seinna heimsótti ég ţau oft á Laugaveginn eftir ađ ég flutti í borgina, en hef ekki séđ ţau í mörg ár. Hvar ćtli ţau séu niđur komin?


Bloggfćrslur 19. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband