Flottur sigur

Ég þurfti óvænt að skreppa til útlandsins og missti því af fyrsta heimaleik Akureyrar, nýja handboltaliðsins okkar í höfuðstað Norðurlands. Ég ætti kannski alltaf að vera í burtu; strákarnir unnu ÍR-inga örugglega og miðað við lýsingar sem ég hef heyrt og frásögnina á heimasíðunni okkar hefur þetta verið frábær dagur.

 

Ég leyfi mér enn og aftur að vekja athygli á heimasíðu Akureyrarliðsins: www.akureyri-hand.is þar sem fjallað er á ótrúlega glæsilegan hátt um leikinn í dag.


Bloggfærslur 8. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband