23.11.2006 | 16:10
"Sorry Dorry"
West Ham er á allra vörum. Fáir vita það ef til vill en félagið hefur ákveðin tengsl við Akureyrar, og ekki bara þau að Eggert Magnússon átti mikinn frændgarð hér fyrir norðan á sínum tíma og nú afkomendur.
Þannig var að þegar Halldór Áskelsson frændi minn var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins var hann á æfingum hjá West Ham í nokkra daga ásamt Þresti Guðjónssyni þjálfara hjá Þór.
Dóri rifjaði í dag upp með mér uppáhaldsatvikið sitt frá dvölinni, árið 1982.
Það var á einni æfingunni að Dóri var í liði með Trevor Brooking, sem nú hefur verið aðlaður og er því kallaður "sör Trevor". Hann er einn af bestu sonum West Ham, margreyndur landsliðsmaður og goð í augum allra sannra áhangenda West Ham og raunar mun fleiri Englendinga.
Halldór rifjaði upp í dag: "Ég sendi á Brooking sem var í dauðafæri, en hann brenndi illa af. Þá kom hann til mín og sagði: Sorry Dorry"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)