3.12.2006 | 18:33
Hræðileg úrslit
Mínir menn í handboltaliði Akureyrar töpuðu í dag fyrir ÍR á útivelli. Það eru úrslit sem erfitt er að sætta sig við; Akureyri er klárlega með betra lið en svo virðist sem baráttuandinn hafi gleymst heima. Sigur á toppliði Vals í síðasta leik en tap gegn botnliði ÍR í dag. Ótrúlegt! Deildin er að vísu gríðarlega jöfn en þetta er samt fúlt. Það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu í þessum bransa; það þarf alltaf að leggja sig allan fram.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2006 | 18:29
Pinochet
Loksins góðar fréttir af Pinochet. Hann virðist á beinustu leið niður...
Öfgamenn eru vondir, hvort sem er til hægri eða vinstri, út eða suður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)