18.3.2006 | 22:44
Áflog, og árekstur á Seyðisfirði
Það er áhugavert að fylgjast með látunum í Frakklandi í dag. Frönsk ungmenni eru auðvitað fræg fyrir að láta skoðanir sínar í ljós og því koma hörð viðbrögð við nýrri vinnulöggjöf ekki á óvart. Allar heimsins fréttastofur eru líka uppfullar af frásögnum af gangi mála og það rifjar upp fyrir mér svar vinar míns sem býr í París við ólátunum sem urðu þar í fyrra - eða var það ekki í fyrra? - þegar fjölmiðlar heimsins skýrðu ítarlega frá erjum ungra innflytjenda og fulltrúa valdsins.
Vinur minn býr í einu úthverfa Parísar, einmitt þar sem fjöldi innflytjenda er búsettur, og þegar ég spurði hvort hann hefði orðið var við ólætin svaraði hann: Álíka mikið og þú varðst var við áreksturinn á Seyðisfirði í dag.
Og hann vissi mætavel að ég var staddur heima á Akureyri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2006 | 14:45
Milosevic
Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu og Serbíu, er borinn til grafar í dag.
Ég kom til Sarajevo fljótlega eftir að stríðinu á Balkanskaga lauk. Að skynja ástandið þar og tala við fólkið er næg ástæða til þess að sjá ekki eftir Milosevic.
Bloggar | Breytt 20.3.2006 kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2006 | 13:51
Að moka skít
Íþróttir | Breytt 21.3.2006 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2006 | 13:38
Senor Fermin og aðrir snillingar
Hefur þú, sem þetta sérð, lesið bókina Skuggar vindsins sem kom út fyrir jólin? Ef svo er ekki gerðu það strax, a.m.k. ef þú hefur áhuga á góðum bókum. Og jafnvel þótt þú nennir lítið að lesa. Hún er frábær. Höfundurinn spænskur og bókin gerist í Barcelona. Nauðsynleg lesning.
Fermin, sem nefndur er í fyrirsögn, er ein sögupersónan - ógleymanlegur karakter í ógleymanlegri sögu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2006 | 13:10
Svipmyndir úr Svíþjóðarferð
Við skruppum til Svíþjóðar um daginn, ég, Sirra, Alma og Sara. Arna var heima enda á fullu í MA. Það var kalt á Skáni, snjór yfir öllu og ég náði mér auðvitað í býsna gott kvef sem ég er enn ekki laus við. Guffa systir býr í sveitinni fyrir utan Lund ásamt dætrum sínum fjórum, Báru, Lilju, Hebu Þórhildi og Sigríði Kristínu og Sigga kærastanum sínum. Siggi er í rannsóknarleyfi frá Háskólanum á Akureyri og starfar við Lundarháskóla. Þau koma heim í sumar eftir ársdvöl.
Alma og Sara nutu þess að leika við frænkurnar í nokkra daga og ekki síst höfðu þær gaman af því að kynnast sænska skólakerfinu. Þær fóru tvo daga í skólann; fóru með Lilju og Hebu í "bussinum" úr sveitinni.
Með því að smella á fyrirsögnina, Svipmyndir úr Svíþjóðarferð, koma í ljós fleiri myndir og með því að smella á hverja mynd sést myndartextinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2006 | 12:30
Gott fyrir gróðurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)