Ekki alltaf . . .

Var að koma úr körfubolta í Laugargötunni. Komst að því að betra liðið vinnur ekki alltaf. . .

Finni fann fjölina sína en mín er týnd.


Everton er ágætt

Nei, ég hef ekki fengið höfuðhögg. Enda er Liverpool aðdáandinn ég að meina rauðvínið Everton sem ég held að sé frá Suður-Afríku. Það var reyndar Everton stuðningsmaðurinn Tryggvi Gunnarsson sem fyrstur gaf mér að smakka það, en það er önnur saga.


Midnesheidi Hotel

Ég hef ekki séð tillögur Árna Sigfússonar um atvinnumál á Suðurnesjum í framhaldi þess að herinn fer í haust, en kannski mætti nota Miðnesheiðina sem lúxushótel; leigja það út til óvinsælla þjóðarleiðtoga. Nóg er af þeim miðað við skoðanakannanir. Bush og Blair koma fyrst upp í hugann. Svo gæti Lúkasjenkó jafnvel bæst í hópinn. Nóg er af íbúðunum.


Föl

Föl í görðum á Akureyri í morgunsárið. Götur auðar. Samt gott að vera á nagladekkjum, ef maður skyldi óvart lenda inni í garði.

Bloggfærslur 20. mars 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband