20.3.2006 | 21:00
Ekki alltaf . . .
Var að koma úr körfubolta í Laugargötunni. Komst að því að betra liðið vinnur ekki alltaf. . .
Finni fann fjölina sína en mín er týnd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 18:51
Everton er ágætt
Nei, ég hef ekki fengið höfuðhögg. Enda er Liverpool aðdáandinn ég að meina rauðvínið Everton sem ég held að sé frá Suður-Afríku. Það var reyndar Everton stuðningsmaðurinn Tryggvi Gunnarsson sem fyrstur gaf mér að smakka það, en það er önnur saga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 18:47
Midnesheidi Hotel
Ég hef ekki séð tillögur Árna Sigfússonar um atvinnumál á Suðurnesjum í framhaldi þess að herinn fer í haust, en kannski mætti nota Miðnesheiðina sem lúxushótel; leigja það út til óvinsælla þjóðarleiðtoga. Nóg er af þeim miðað við skoðanakannanir. Bush og Blair koma fyrst upp í hugann. Svo gæti Lúkasjenkó jafnvel bæst í hópinn. Nóg er af íbúðunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 09:50
Föl
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)