22.3.2006 | 21:56
Haust
Bróðir minn ók upp Þingvallastrætið að haustlagi fyrir hálfu öðru ári og velti því þá fyrir sér hvaða bjáni sæti þar á hækjum sér á gangstéttinni. Það var ég, að taka þessa mynd. Hún hangir nú uppi á vegg á heimili foreldra minna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2006 | 21:34
Eddie Murphy góður í fótbolta?
Ég vissi ekki að bandaríski leikarinn Eddie Murphy gæti eitthvað í fótbolta? Sé þó ekki betur en hann sé að koma inná hjá Chelsea á móti Newcastle í beinni á Sýn. Höddi Magg segir að vísu að þessi náungi heiti Shaun Wright-Phillips...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)