25.3.2006 | 22:50
Fjögur núll
Bloggar | Breytt 26.3.2006 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 21:03
Hvítlauksristaðar gellur
Þær eru alltaf fínar, hvítlauksristuðu gellurnar á Bautanum. Ég hefði reyndar ekkert á móti því að hvítlaukurinn réði enn frekar ríkjum á diskinum, en það er kannski ekki að marka.
Eiginkonan og elsta dóttirin eru að vinna í kvöld - báðar í veisluþjónustu Bautans á árshátíð Samherja í íþróttahöllinni - þannig að við þrjár (!) sem erum heima skelltum okkur á Bautann. Pítsa Margarita var fín og Bolognaise blaðpasta líka, en Ölmu fannst það reyndar dálítið sterkt. Mig grunar þó það hafi verið nákvæmlega eins og búast má við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 18:45
Tryggvi og Everton
Athugasemd barst í vikunni frá Tryggva Gunnarssyni stuðningsmanni knattspyrnuliðsins Everton og vel við hæfi að birta hana núna - eftir úrslit dagsins. Ég nefndi sem sagt rauðvínið Everton á dögunum og hélt það væri frá Suður-Afríku. En Tryggvi fullyrðir að það sé frá Ástralíu og ég trúi því. Það leiðréttist hér með. En bláa fótboltaliðið Everton er samt frá Liverpool, altso frá Bítlaborginni við Mersey. Það hefur ekkert breyst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 16:29
Hryllingur við Hafnarstræti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 15:15
Gaman á Goðamóti
Goðamót 6. flokks stráka í fótbolta er á fullu í Boganum. Allt gengur vel og krakkarnir hafa gaman af. Nokkrar stelpur eru með á mótinu, þar á meðal þessi, sem skoraði í 3:1 sigri gegn Breiðabliki 2 í keppni E-liðanna áðan.
Rosalega er gaman að þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 14:42
Liverpool vann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 14:33
Jessssssss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 14:31
Tvö eitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 13:58
Tvö núll
Dætur mínar eru við sjónvarpið og halda mér upplýstum um gang mála í leik Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Ég er í Hamri að starfa á Goðamóti Þórs í 6. flokki karla sem fram fer í Boganum. Síðasta Goðamótið okkar af þremur í vetur.
Mér leist ekki á blikuna þegar ég fékk fyrsta símtalið og var tilkynnt að Steven Gerrard hefði verið rekinn út af á 18. mín. En svo gerði Phil Neville sjálfsmark á 45. mín. og snemma í seinni hálfleik var aftur hringt; þá hafði Luis Garcia gert glæsilegt mark og komið Liverpool í 2:0.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 13:51
Sögulegt stórsvig á Dalvík
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)