27.3.2006 | 18:44
Til hamingju, Ísland!
Ég ætlaði að vera búinn að óska þjóðinni til hamingju með nýjan landsliðsþjálfara í handbolta, en gleymdi því. Alfreð Gíslason er rétti maðurinn í starfið, um það er ég sannfærður.
Alfreð er sigurvegari, eins og hann hefur oft sýnt. Og þolir ekki að tapa.
Snillingurinn Bill Shankly, þjálfari Liveprool, sagði á sínum tíma, eins og ég vitnaði í fyrir skömmu: "If you are first you are first. If you are second you are nothing."
Alli sýndi að hann er sama sinnis, eftir tap með KA í eftirminnilegum leik í Valsheimilinu þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. "Silfur er fyrir lúsera," sagði Alli þá, reif af sér silfurpeninginn og þeytti honum inn undir áhorfendapallana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2006 | 08:51
Kunnugleg umfjöllun
Forsíða breska blaðsins The Independent í morgun er vel gerð. Umfjöllunarefnið hins vegar ekkert spaug en málefnið kunnuglegt. Það er ekki bara á Íslandi sem verr er farið með gamalmenni en þau eiga skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)