13.4.2006 | 20:10
Jónas og hinir
Ég gleymi því aldrei þegar meistari Tryggvi, sem kenndi okkur "Íslenskar bókmenntir" eins og ég held að það hafi heitið í MA, greindi íslensk ljóðskáld í tvo "hópa": Annars vegar er Jónas Hallgrímsson og hins vegar allir hinir!
- - - - - -
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
. . . . .
Þar sem að áður akrar huldu völl
ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
árstrauminn harða fögrum dali granda;
flúinn er dvergur, dáin hamratröll,
dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;
en lágum hlífir hulinn verndarkraftur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
- - - - - -
Þurfti að yrkja meira?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 19:59
Ský yfir 603?
Ég nenni ekki út að gá en liggi hvítlauksský yfir 603 er það mér að kenna.
Ástæðan: metsölubókin Brauðréttir Hagkaupa, bls. 142
Kvartanir sendist Hæstarétti, þakkir sendist mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 19:56
Lostæti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 18:04
Beckett
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 18:00
Húsið á sléttunni
Munur að vera með DR1 í kassanum.
Konan var að fikta í fjarstýringunni og heyrist þá ekki allt í einu kunnuglegt stef og sjáum við þá ekki kunnuglegan herra Ingalls og kunnuglega Láru Ingalls - á að giska 6 ára. Det lille hus på prærien hjá danska ríkinu.
Lífið var erfitt á sléttunni. En það var voða kósí þegar þau lágu i hjónarúminu og borðuðu popp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 16:41
Hrunadansinn
Hollt væri það þjóðinni allri að lesa miðopnu Morgunblaðsins í gær þar sem birtur er nýr ljóðabálkur, Hrunadansinn, eftir Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóra okkar á Mogganum.
Þar segir M meðal annars:
Hvort breiðir út faðminn mót Fróni sú mammonsgóða
framtíð sem nú er hvarvetna að allra dómi
efst á baugi í baráttu smæstu þjóða
við basl og örbirgð,
virðing okkar og sómi
er vandasöm fylgd við fjármagn og ofsagróða
þegar fegurð asksins er líkust deyjandi hjómi
og níðhöggs tennur nærast þar við rót
sem nýöld mammons fremur sín heiðnu blót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 13:30
Vaxtarrækt og fitness
Siggi Gests heldur Íslandsmót í vaxtarrækt og í fitness um páskana og sjálfsagt að koma því á framfæri hér í einkafjölmiðli mínum. Vissi ekki af því í gær og gat þessa því ekki í Mogganum í dag.
Á morgun, föstudaginn langa, hefst forkeppni í vaxtarræktinni og nýrri grein sem kölluð er módelfitness (og þátttakendur bara konur), kl. 16 og úrslit kl. 20. Hvort tveggja í Sjallanum.
Á laugardaginn er svo Íslandsmótið í fitness í Höllinni. Forkeppni hefst klukkan 11.30 og úrslit kl. 18.00.
Reikna má með miklu fjöri og harðri keppni á öllum vígstöðvum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)