15.4.2006 | 16:27
Góðviðri og jólastemmning
Veðrið var frábært í Eyjafirðinum í gær og er raunar í dag líka, þó svo spáin hafi ekki verið góð. Gríðarlegur fjöldi var í Hlíðarfjalli, og greinilega allt troðfullt af farartækjum því bílum var lagt langt niður á veg. Við fórum hins vegar vopnuð þotum og sleðum upp undir Súlumýrar með Ölmu og Söru og með í för voru líka Karen og Aron. Það var gaman og útsýnið glæsilegt. Set hér nokkrar myndir úr túrnum, og líka frá heimsókn til Benna í Jólahúsið inni í Eyjafjarðarsveit síðar um daginn. Ýtið á fyrirsögn pistilsins til þess að sjá fleiri myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)