"I just do it, you know?"

Týndi sonurinn, Robbie Fowler, kom aftur til Liverpool í janúar eftir nokkur ár í röðum annarra félaga og hefur staðið sig vel. Hann gerði flott mark í dag, stjórinn Benitez fékk þar með sigur (1:0) á Blackburn í 46 ára afmælisgjöf og Liverpool er öruggt með meistaradeildarsæti næsta vetur.

Góður dagur.

"I hate talking about football. I just do it, you know?" sagði Fowler einhvern tíma. Þannig var þetta í dag; hann skoraði "bara" eftir glæsilegan undirbúning. Markið var umdeilt og ég skil gremju Blackburnara en það var að öllum líkindum löglegt skv. reglunum. Þeim þyrfti hins vegar að breyta. Djibril Cissé var greinilega í rangstöðu þegar Fowler lék boltanum í átt að honum en Frakkinn snerti ekki boltann, Morientes kom hins vegar aðvífandi og sendi laglega á Fowler aftur og hann skoraði.

Í gær voru liðin 17 ár frá harmleiknum á Hillsborough. Árleg minninarathöfn um þá sem létust fór fram á Anfield í gær, og sigur í dag var virðingarvottur við hina látnu. Og mikilvægur í baráttunni um eitt af toppsætunum í úrvalsdeildinni nú.


Ljósið

Ljósið

Í kvöld var boðið upp á skíðagöngu í göngugötunni á Akureyri - nema hvar? - og samhliðasvig í Gilinu. Í Höllinni fór svo fram Íslandsmótið í fitness. Ég veit ekki betur en allt hafi farið vel fram í hvívetna, pínulítið kalt utandyra en fínt í Höllinni. Þetta fallega ljós logaði efst í svigbrautinni. Kannski friðarljós vegna þess hve horfir vel í heiminum?


Bloggfærslur 16. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband