19.4.2006 | 22:12
Sókn er besta vörnin
Eftir leik kvöldsins í Meistaradeildinni leyfi ég mér að ítreka þá von mína að Barcelona og Arsenal mætist í úrslitaleik keppninnar í París í vor. Þetta eru tvö skemmtilegustu liðin, sem bæði vilja alltaf spila skemmtilegan fótbolta.
Það yrði sigur fyrir knattspyrnuna ef þau mættust í úrslitaleiknum.
Kannski tap fyrir knattspyrnuna að annað liðið tapi í París en það verður að gerast. Þannig er nú bara sportið.
Ég sá mína menn í Liverpool vinna úrslitaleikinn í Istanbul í vor. Hvað kostar farmiði til Parísar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 19:48
...Telma að hún nái rauðvínsblettinum ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2006 | 09:22
Eldingin Giuly
Frakkarnir á L'Equipe eru skiljanlega ánægðir með sinn mann, Giuly, sem gerði sigurmark Barcelona í Mílanó.
Giuly eins og elding, segir fyrirsögnin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 09:03
Ánægð með sína menn
Íþróttadagblöðin í Barcelona eru að vonum ánægð með sína menn. Hér eru forsíðurnar blaðanna tveggja, El Mundo Deportivo og Sport.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2006 | 08:34
Enn af B og B
Athugasemd barst inn á bloggið mitt frá "afa" sem finnst vænt um að eiginkonan hafði vit fyrir mér þannig að ég henti ekki bókinni Benni og Bára. Hann er á því að bókin eigi eftir að koma sér vel og bendir mér á að athuga hvort ég finni ekki Græna hattinn, Bláu könnuna, Tralla og fleiri slíkar góðar bækur.
Það er nú svo skrýtið að á heimili mínu er allur þessi flokkur til. Ég komst að því í gærkvöldi að bókaflokkurinn ber nafnið Skemmtilegu smábarnabækurnar og ég hef í gegnum tíðina haft mjög gaman af að lesa fyrir börnin mín Græna hattinn, Bláu könnuna, Tralla og ótalmargar aðrar, líklega allar "skemmtilegu smábarnabækurnar" - nema þessa einu, Benni og Bára, sem ég hreinlega þoli ekki. Kannski er erfitt að skýra út hvers vegna, en best að koma því að strax að, að eiginkonan er á sama máli...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)