Félagi Napoleon

Arna er að gera verkefni um Animal Farm í ensku í MA þannig að ég las að gamni aftur þessa gömlu bók Orwells. Held ég hafi varla gluggað í hana síðan í MA fyrir nærri 25 árum! En djö... er hún góð. Stórfín ádeila.

Félagi Napoleon heitir sagan á íslensku, ég á eldgamla útgáfu í kilju sem gefin var út á Seyðisferði og teikningin á kápunni er snilld. Þungbrýnt svín situr í stól með pípu í kjaftinum og yfirvaraskegg Stalíns fer því hreint prýðilega. En ég verð þó að segja að það er skemmilegra að lesa bókina á ensku.

Kannski er þetta besta pólitíska ádeila sem skrifuð hefur verið.

Haldi fólk ekki vöku sinni getur samfélag breyst til hins verra á ótrúlega skömmum tíma.

Boðorðin voru ekki lengi að breytast í Animal Farm:

All animals are equal - Öll dýr eru jöfn ... var ekki lengi að breytast í ... All animals are equal but some animals are more equal than others - Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafnari en önnur.

Má ekki segja að Orwell hafi verið bæði dálítið glöggur á samtíma sinn og jafnvel forspár um þróun mála í veröldinni?


Gaman á Íslandsglímunni

Það var gaman á Íslandsglímunni í íþróttahúsi Síðuskóla í gær. Keppnin fór fyrst fram 1906, þetta var því 100 ára afmælismót og vel við hæfi að það færi fram í höfuðstað Norðurlands, þar sem fyrsta mótið fór fram á sínum tíma.

Keppni var spennandi svo ekki sé meira sagt, aukaglímu þurfti til að skera úr um sigurvegara bæði í karla- og kvennaflokki, og líka um þriðja sætið.

Úrslit voru óvænt í karlaflokki en þó ekkert aprílgabb að formaður Glímusambandsins skyldi vinna!


Bloggfærslur 2. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband