HLJÓÐNEMA

Flottir MA-strákarnir! Burstuðu Versló í kvöld í úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna.

Þegar ég var í MA á síðustu öld voru þar til ýmis góð félög, FÁLMA og KVIKMA - Félag áhugaljósmyndara í MA og Félag kvikmyndaáhugamanna í MA - svo einhver séu nefnd. Held ég hafi verið í báðum.

Nú skilst mér á dóttur minni að m.a. sé starfandi félagið DEPPMA, félag unnenda Johnny Depp í MA!

Keppnin Gettur betur var ekki orðin að veruleika þegar við gamlingjarnir vorum í menntaskóla, en ef ... þá hefði örugglega einhver stofnað HLJÓÐNEMA... Að minnsta kosti ef verðlaunagripurinn hefði verið sá sem hann er í dag.


Prenttvilur

Ég varð fyrir því óláni í gær að detta á svelli og skaða á mér annan fingurinn frá vinstri af öllum tíu - mér er sagt að það þýði "baugfingur vinstri handar"... Fremsti hluti fingursins tættist dálítið, rifnaði og var ljótur. Talsvert blæddi og nöglin leggst væntanlega til hinstu hvíla fljótlega.

þetta eru ekki beinlínis þau meiðsli sem blaðamaður óskar sér helst en ég reyni að vanda mig. Prenntvilur gætu aukiswt, en ég vona það bwsta...


Barcelona - Arsenal

Draumaúrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta í París í vor yrði Barcelona - Arsenal. Ekki vafi að þetta eru tvö skemmtilegustu liðin í dag og líklega þau bestu. Það fer kannski alltaf saman en þessi tvö eiga skilið Parísarferð.


Bloggfærslur 6. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband