Ég játa!

Dyggur lesandi þessa unga fjölmiðils kvartaði í kvöld undan dugleysi ritstjórans við skriftir síðustu dægur.

Sekt skal hér með játuð.

Þess er jafnframt óskað að sá kæri vinur, sem samband hafði við mig, svo og aðrir sem kunna að hafa liðið ámóta kvalir og hann og neyðst til þess að horfa á sjónvarpið þegar kvölda tekur í stað þess að sitja við tölvuna, hætti við að segja upp áskriftinni. Ég verð að eiga fyrir mat handa börnunum!

Ég heiti því hér og nú að raða saman nokkrum orðum daglega í þennan fjölmiðil. Suma daga  eru annir miklar í hinni vinnunni, eða ég latur - en þá daga mun ég samt skrifa eitthvað. Stundum kannski bara stutt ljóð, en fari ljóð niður í eitt orð táknar það annað hvort afar miklar annir, eða ólæknandi leti.


Bloggfærslur 8. maí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband