Hvaðan kemur þessi þoka?

Er ekki hægt að fá Veðurstofuna til þess að halda aftur af þokunni sem læðist inn Eyjafjörðinn hvern einasta dag um þessar mundir? Kvölds og morgna sér maður einungis neðsta hluta Vaðlaheiðarinnar. Sólin skín að vísu yfir miðjan daginn - eins og Akureyringar eru vanir - en svo er eins og tjald sé dregið fyrir aftur á kvöldin.

Frábær Djangodjass

Weinstein

Það var æðislegt á lokakvöldi Djangodjasshátíðarinnar - Grand finale - í Sjallanum á Akureyri síðasta laugardagskvöld. Þar voru saman komnir ýmsir innlendir og erlendir listamenn, gríðarlega góðir, og mér sýndist allir samkomugestir ganga brosandi út í norðlenska sumarið.

 

Auk þess að hlusta mundaði ég myndavélina þetta kvöld í Sjallamyrkrinu og birti hér tvær myndir að gamni, önnur er af sænska gítarleikaranum Andreas Öberg og hin af bandaríska fiðleikaranum Aaron Weinstein. - Nei, Öberg neitar að koma fram á bloggsíðu minni, eða tölvan samþykkir hann ekki! Öberg birtist því ekki að sinni, kannski síðar.


Bloggfærslur 26. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband