Sigur Rós að Hálsi

Sigur Rós að Hálsi

Uppskrift að frábæru kvöldi: Eitt stykki Háls í Öxnadal, góð fiskisúpa hjá listakokknum Rúnari Marvins (sem leyndist í eldhúsi Halastjörnunnar), lífrænt ræktað hvítvín - má taka svona til orða? - gott veður en samt lopapeysa, og tónleikar með Sigur Rós. Svona var þetta á föstudagskvöldið. Ógleymanlegt. Rósin verður aftur á ferðinni á Klambratúni í kvöld og ástæða til þess að öfunda þá sem þar verða staddir. Svo skilst mér að þessi einstaka hljómsveit ætli að spila í Ásbyrgi um næstu helgi. Hafi leikmyndin verið falleg að Hálsi í fyrrakvöld, Hraundrangi tignarlegur í baksýn og sólroðin ský framan af, verður umgjörðin væntanlega fullkomin í Ásbyrgi. Ég þangað.

Hér fylgir slatti af myndum sem ég tók á föstudaginn; smá myndasaga sem hefst síðdegis þegar ég og mínir mættum á svæðið (mjööög snemma vegna þess að mig, fararstjórann, misminnti hvenær herlegheitin hæfust) - skoðuðum útibúið frá Gunnu og þeim í Frúnni í Hamborg, smökkuðum á lífrænu grænmeti, fengum okkur að borða og svo framvegis ... allt þar til tónleikunum lauk, einhvern tíma seint.


Fleiri myndir

Hjólreiðar og spretthlaup

Hvað eiga þessar keppnisgreinar sameiginlegt? Mér dettur í hug að í báðum tilfellum verður sá, sem vill vera bestur, að leggja á sig gríðarlegt erfiði við æfingar... 

Dæmi um slíka menn eru Bandaríkjamennirnir Floyd Landis, sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum á dögunum og Justin Gatlin, heims- og ólympíumeistari í 100 m hlaupi og heimsmethafi í greininni ásamt Asafa Powell frá Jamaíka.

 


Bloggfærslur 30. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband