28.8.2006 | 19:21
Flott vaka
Mér fannst, í stuttu máli sagt, Akureyrarvakan á laugardaginn mjög vel heppnuð. Sinfóníutónleikarnir mjög góðir, lokaatriðið á Ráðhústorgi alveg frábært og mér skilst að flest eða jafnvel allt af því sem boðið var uppá hér og þar um bæinn að deginum til hafa verið geysilega skemmtilegt.
Dægurmál | Breytt 29.8.2006 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2006 | 15:58
Endurskoðað áhættumat staðfestir fyrra mat
Á stjórnarfundi heimilisins var í dag lagt fram endurskoðað áhættumat vegna blómakassans í suðaustur horni lóðarinnar. Eiginkona mín, húsbóndinn á heimilinu og eigandi kassans, ákvað á sínum tíma að engin hætta stafaði af blómakassanum. Endurskoðað áhættumat staðfestir fyrra mat og verður því haldið áfram með framkvæmdina eins og ráðgert var.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)