7.8.2006 | 00:53
Gulur, rauður, grænn og blár . . .
Þúsundir fylgdust með glæsilegri flugeldasýningu á Akureyrarvelli laust fyrir miðnættið, þegar hátíðinni Einni með öllu var formlega slitið. Sýningin var faglega framreidd; byrjaði fremur rólega og fólk gantaðist með að þetta væri nú bara eins og lítill fjölskyldupakki - en seinni hlutinn var stórbrotinn og mannfjöldinn hrópaði, blístraði og klappaði í þakkarskyni.
Hér væri vel við hæfi að setja inn glæsilega ljósmynd af gulum, rauðum, grænum og bláum flugeldum, en ég nenni því ekki núna! Bendi forvitnum á Morgunblaðið á þriðjudaginn!
Rétt er að geta þess að Veðurstofa Skapta er tekinn aftur til starfa. Veðrið í kvöld var sem sagt yndislegt á Akureyri - logn og hlýtt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)