Í ökla eða eyra

Sara fékk göt í eyrun í dag en ég er hálf slæmur í öklanum.

Þetta seinna er reyndar bara lygi, en lítur svo flott út.

Ég er hins vegar að drepast í öðru eyranu, bólginn, sýktur og hálf heyrnarlaus. Læknirinn leit þar inn og spurði hvort fluga hefði flogið inn í eyrað og stungið undirritaðan. - Ekki svo ég viti, sagði ég. Fékk dropa sem ég notaði einu sinni, í gærkvöldi, en týndi þeim einhvern veginn í ósköpunum heima og þurfti að fara aftur í dag - til sama læknis - og fékk aftur eins dropa! Vona að þetta lagist því ég má ekki vera að því að liggja flatur. Þarf að vinna.


Bloggfærslur 9. ágúst 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband