Ljótsdalur

Innilega sammála því sem haft var eftir Hjörleifi Guttormssyni í Blaðinu í gær. Það er hreint og beint hneyksli að rafmagnslínur skuli lagðar í risastórum möstrum í gegnum Fljótsdalinn en ekki í jörðu. Vissulega er það mun dýrara en hvað munar um þann kostnað í öllu dæminu?

Ég var í sveit í Fljótsdal í nokkur sumur sem barn, þykir ofboðslega vænt um dalinn enda einn allra fallegasti staður á landinu. Mér dauðbrá í sumar þegar ég flaug þarna yfir. Þvílík eyðilegging á dalnum. Þvílík skemmdarstarfsemi. Það er hreint og beint ótrúlegt og ólýsanlegt að horfa upp á þetta.

Ég vil ekki að Fljótsdalur sé Ljótsdalur.


Magni

Rosalega held ég Magni sé feginn að þurfa ekki að túra með þessu rokkbandi. Hann stóð sig vel og er í þeim sporum, eftir þátttökuna, að hann getur ábyggilega orðið ríkur og frægur ef hann vill. Honum tekst vonandi vel upp, á eigin forsendum.

Bloggfærslur 14. september 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband