Stórglæsilegt mark

"Enn ekkert komið um leik Chelsea og Liverpool, þolinmæðin á þrotum." Þannig hljóðar skeyti frá félaga mínum rétt í þessu. Nú hef ég svarað kallinu. Eða er þetta ekki nóg umfjöllun um leikinn? Að nefna hann með þessum hætti?

Málefnaleg umfjöllun er þessi: Liverpool átti alls ekki skilið að tapa leiknum, líklega hefði verið sanngjarnara að mínir menn ynnu en eina mark leiksins var stórkostlegt. Didier Drogba sýndi snilldartakta þegar hann skoraði. Og í lokin eru það mörkin sem eru talin.

Jæja, Hannes, ertu nú ánægður?

 


24.431

Svona margir hafa skráð nafn sitt á síðunni www.stopp.is og lofað eftirfarandi: 

 

  • Ég hyggst fara að lögum í umferðinni.
  • Ég ætla að gera allt sem ég get til að skaða hvorki mig né aðra í umferðinni.
  • Ég ætla að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt.
  • Ég ætla að hvetja þá sem mér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama.
  •  

    Ég hvet alla sem einhvern tíma koma út í umferðina að kvitta undir þetta með kennitölu sinni.  Og standa svo við loforðin, Íslendingar eiga það skilið.


Bloggfærslur 19. september 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband