20.9.2006 | 21:11
Nefni ekki sigurinn í kvöld
Sumir vinir mínir hafa álasað mér fyrir það að blogga strax um sigurleiki Liverpool en gleyma því svo ef liðið tapar. Til þess að sýna fram á að þetta er algjört rugl í þeim mun ég ekki nefna það hér á síðunni að Liverpool vann Newcastle 2:0 í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Hvað þá að Kyut gerði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool og að Alonso skoraði frá eigin vallarhelmingi.
Enda var ég í sundi með dóttur minni og vinkonum hennar og sá ekki leikinn, ekki nema síðustu tíu mínúturnar og svo þegar mörkin voru endursýnd.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 16:45
Þarfasti þjónninn
Þessa frétt af Fréttavef Morgunblaðsins þarf ekki að segja mér tvisvar:
"Í skýrslu sem verkfræðistofan Hönnun vann fyrir Reykjavíkurborg kemur skýrt í ljós að gríðarleg bifreiðaeign einkennir höfuðborgarsvæðið í samanburði við aðrar borgir í Evrópu. Ekki er búist við að þetta breytist heldur er því spáð að bílaumferðin aukist um þriðjung á næstu 20 árum. Á hádegisfundi Samgönguviku um borgarbrag og samgöngur sagðist Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur ekki telja ólíklegt að bílaeign og notkun bíla sé komin út í öfgar á höfuðborgarsvæðinu."
Ég bjó á borgarhorninu í 20 ár, flutti burt fyrir rúmum fjórum en bregður satt að segja í brún í hvert skipti sem ég kem orðið í borgina. Umferðin er orðin svo hrikaleg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 16:08
Boonyaratglin og Adulyadej
Maður þakkar stundum sínum sæla fyrir að vinna ekki í útvarpi eða sjónvarpi.
Nú er í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum fjallað um taílenskan hershöfðingja sem heitir Sonthi Boonyaratglin og konung Taílands, Bhumibol Adulyadej.
Já, það er stundum gott að ýta bara á takkana á tölvunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 16:00
Asnaþvaður
Skemmtilegum spjallþætti var að ljúka á Rás 1. Þórarinn Björnsson ræddi við nafna sinn Sigurmundsson vélstjóra sem var í mörg ár á sjó, fyrst hjá Sambandinu og síðan á dönskum fragtskipum.
Margt bar á góma. Þegar Þórarinn var spurður hvar í heiminum hann hefði séð fallegast kvenfólk sagði hann ómögulegt að segja, en sjómönnum þætti reyndar allt kvenfólk fallegt þegar þeir kæmu í land eftir langa útiveru! Og svo sagði hann að í hverri höfn væri kvenfólk sem vildi selja blíðu sína, og mun meira væri um það í Reykjavík en nokkurn grunaði. . .
Í lok þáttar bað Þórarinn vélstjóri útvarpsmanninn að fara varlega með upptökuna, og skildi reyndar ekki hvernig hann ætti að ná einhverju með viti út úr þessu "asnaþvaðri" í sér!
Þættinum verður útvarpað aftur á laugardaginn og ég held enginn verði svikinn af því að hlusta. Gaman að svona gamaldags - í jákvæðri merkingu - útvarpsefni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 15:42
Shinawatra
Var það ekki Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, sem vildi kaupa Liverpool fyrir nokkrum mánuðum?
Shinawatra blessaður brá sér á allsherjarþing SÞ í New York á dögunum og herinn rændi af honum völdum á meðan. Nú er hann sagður á leið til London en fer vonandi ekki norðar.
Ætli hershöfðingjarnar hafi áhuga á fótbolta?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 15:29
Inferno
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 11:25
Pétur bloggar
Vinur minn og fyrrverandi samstarfsmaður á Mogganum, Pétur Gunnarsson, er orðinn einn helsti bloggari landsins. Og þar fara saman magn og gæði. Hvet alla sem hafa áhuga á þjóðmálum að bæta Pétri við í tenglasafnið sitt. Slóðin á síðuna er http://www.petrum.blogspot.com/ - Pétur býður oft upp á nýjustu fréttir og sögur úr þjóðlífinu, ekki síst pólitíkinni, enda vel tengdur sem fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)