Smokey Bay

Ég stalst til Reykjavíkur um miðjan dag og kom aftur heim í kvöld. Kíkti á ársþing HSÍ í Laugardalnum. Skömmu eftir að ég lenti á Akureyri í kvöld fékk ég sms í símann með þeim upplýsingum að Þór og Fram hefðu gert jafntefli, 28:28, á Íslandsmótinu í handbolta í Höllinni. Og mínir menn voru víst óheppnir, eða klaufar, að vinna ekki leikinn. Þannig hefur það verið í sumum undanfarinna leikja enda liðið í heldur leiðinlegri stöðu.

Það var eins og að koma til útlanda að lenda í Reykjavík.  Auð jörð og hlýtt í veðri. Allt á kafi í snjó fyrir norðan.

Mér finnst snjórinn fallegur, yfir vetrartímann, og á meðan hann hylur jörðina getum við að minnsta kosti verið viss um að sinueldar ógna ekki byggðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði bara að þakka fyrir að leyfa mér að sitja með þessum skemmtilega hópi manna fram undir miðnætti í gær. Þetta gaf mér afar mikið, enda ekki á hverjum degi sem að maður fær að fara í fjölleikahús. Það var hins vegar gaman að sjá þegar tillaga okkar varðandi upptöku á leikjum var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Annað var vissulega fellt en eins og ég segi þá voru ansi margir trúðar í salnum þannig að það er kannski eðlilegt.

Hilsen, Geir Kr.

Geir Kr. (IP-tala skráð) 1.4.2006 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband