Gaman á Íslandsglímunni

Það var gaman á Íslandsglímunni í íþróttahúsi Síðuskóla í gær. Keppnin fór fyrst fram 1906, þetta var því 100 ára afmælismót og vel við hæfi að það færi fram í höfuðstað Norðurlands, þar sem fyrsta mótið fór fram á sínum tíma.

Keppni var spennandi svo ekki sé meira sagt, aukaglímu þurfti til að skera úr um sigurvegara bæði í karla- og kvennaflokki, og líka um þriðja sætið.

Úrslit voru óvænt í karlaflokki en þó ekkert aprílgabb að formaður Glímusambandsins skyldi vinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband