y n d i s l e g t

Það er einhvers konar friðar- og sælutilfinning sem hríslast um mig í sófanum hér í Borgarhlíð höfuðstaðar Norðurlands, við það að horfa og hlýða á Sigur Rós í beinni frá Klambratúni í RÚV-inu. Hvernig er eiginlega hægt að búa til svona fallega músík?

Árum saman smíða erlendir starfsbræður strákanna tónlist sem mér finnst öll hafa heyrst áður, en svo verður þessi dásemd til hér heima. Hallgrímskirkja í bakgrunni minnti óneitanlega á Hraundranga í Öxnadal á föstudaginn, en ég er ekki frá því að norðlenska sviðsmyndin hafa verið fallegri. Er reyndar alveg viss!

Ég er illa svikinn ef einhver nennir að slást í höfuðborginni í nótt, að minnsta kosti enginn sem staddur er við Kjarvalsstaði í augnablikinu. Þarna er kannski fundin íslensk friðargæslusveit? Friðargæsluhljómsveit! Sendum Sigur Rós suður að botni Miðjarðarhafs og eftir tvö, þrjú lög dettur ekki nokkrum manni í hug að sprengja frekar. Pottþétt.

Góða nótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband