Teitur og tarfurinn

Við komum að sunnan í kvöld, litla fjölskyldan mín, eftir dvöl á borgarhorninu síðan á fimmtudag. Ýmislegt dreif á daga okkar; ég mætti í vinnuna (! - eins og það sé eitthvað nýtt) og þær fóru í búðir (eins og það sé heldur eitthvað nýtt!). Til stóð að kíkja á menninguna í gærdag en við fórum þess í stað í skírnarveislu þar sem sonur Gunnu og Ottós var vatni ausinn og ber nú nafnið Teitur.

Ætluðum svo að kíkja á menninguna í gærkvöldi en gleymdum okkur við matarborðið hjá Ólöfu og Sigga. Þar var m.a. boðið uppá hreint dásamlegt hreindýrakjöt - væntanlega tarf, sbr. fyrirsögnina - meistaralega grillað, og villisveppasósu sem var göldrum líkust. Vissulega menning að borða góðan mat, og líklega sú skemmtilegasta. En eina menningin sem við urðum vitni að, þessi með stóra m-inu sem tilheyrði "Menningarnóttinni", var flugeldasýningin í gærkvöldi. Hún var fín.

Svo má ekki gleyma því að ég fór með dæturnar í gamla heimabæinn okkar, sjálft Seltjarnarnesið, þar sem við fórum í sundlaugina góðu í fyrsta skipti eftir breytingarnar. Þær virðast vel heppnaðar þótt eitthvað sé eftir af framkvæmdum.

Ég treysti því að Guðrún Ína og Rúnar hafi verið uppi í sumarbústað, svo ég geti logið því að þeim að ég hafi bankað uppá, eða þá að þau lesi þetta ekki! Ég loooooooofa því að við komum næst. Segjum bara að ég hafi verið örmagna eftir maraþonið...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband