6.9.2006 | 10:12
Söngmenn í Svarfaðardal
Alltaf er mikið sungið í Tungurétt í Svarfaðardal skv. traustum heimildamönnum. Ég kíkti þar við um síðustu helgi, gat reyndar ekki stoppað lengi, en söngurinn ómaði allan þann tíma. En skv. rituðum heimildum skortir aldrei neitt á stemmninguna í réttinni eða hjá gangnamönnum svarfdælskum yfirleitt. Ég leyfi mér að benda á bráðskemmtilega grein Hjörleifs Hjartarsonar um málið, á dalvíska fréttavefnum www.dagur.net því til sönnunar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.